Gleymdur og grafinn Chilwell: Ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2021 23:01 Ben Chilwell fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu. Chris Lee/Getty Images Eftir að hafa verið aðeins einn þriggja útispilara sem fór með enska landsliðinu á EM án þess að spila mínútu hefur Ben Chilwell verið í sama hlutverki hjá Chelsea það sem af er tímabili. Chelsea keypti vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á 50 milljónir punda sumarið 2019. Hann varð strax lykilmaður í liði Frank Lampard en staðan breyttist aðeins eftir að Thomas Tuchel tók við af Lampard. Tuchel gaf Chilwell reglulega hvíld í ensku úrvalsdeildinni en notaði krafta hans óspart í Meistaradeild Evrópu. Spilaði hann alla leiki liðsins frá 8-liða úrslitum og allt þangað til bikarinn fór á loft í kjölfar 1-0 sigurs á Manchester City. Eftir sigur í Meistaradeildinni fór hinn 24 ára gamli Chilwell á EM með enska landsliðinu. Þar spilaði hann ekki eina mínútu og virðist sem þau vonbrigði hafi elt hann inn í núverandi tímabil. Svo segir þjálfari hans allavega. „Eftir vonbrigðin á EM náði hann lítið sem ekkert að slaka á í fríinu sínu. Hann hefur verið að velta sér upp úr þessu og pirra sig á því sem gerðist. Því var hann frekar andlega þreyttur þegar hann kom til baka.“ "It was a tough Euros for him personally. He felt he did everything to push the team but you never really feel part of the team if you never wear the shirt or sweat it out on the pitch."Thomas Tuchel sympathises for Ben Chilwell not being involved at the Euros for England pic.twitter.com/raG2Rn1ok1— Football Daily (@footballdaily) September 13, 2021 Chilwell var - og er eflaust - enn súr með það hvernig EM þróaðist hjá honum. Í fyrsta leik Englands ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að stilla hægri bakverðinum Kieran Trippier upp í vinstri bakverði. Í öðrum leiknum sat Chilwell á bekknum frá upphafi til enda. Eftir leik spjallaði hann við Billy Gilmour, miðjumann Skotlands og liðsfélaga sinn hjá Chelsea. Í ljós kom skömmu síðar að Gilmour væri með Covid-19 og því þurfti Chilwell að fara í sóttkví. Missti hann því af lokaleik riðlakeppninnar, leik sem hann hefði mögulega fengið tækifærið í. Mount sneri aftur í sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum en Chilwell var utan hóps. Hann var á bekknum gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum og í stöðuni 4-0 hefði verið kjörið að leyfa Chilwell að fá nokkrar mínútur. Þess í stað kom Trippier inn fyrir Luke Shaw sem hóf leik í vinstri bakverðinum. Chilwell var svo hvorki í leikmannahóp Englands í undanúrslitum né úrslitaleiknum sjálfum Eftir að hafa horft á EM í sófanum heima hjá sér mætti Marcos Alonso ferskur til æfinga hjá Chelsea á meðan Chilwell var í raun nýfarinn í frí. Þegar sá enski mætti loks til æfinga hafði Alonso verið búinn að æfa í fimm vikur. Það var því eðlilegt að hann hafi byrjað sem vinstri vængbakvörður Chelsea-liðsins. Hann skoraði svo í fyrsta leik tímabilsins og hefur spilað allar þær mínútur sem í boði eru síðan. Þá bar hann fyrirliðabandið gegn Aston Villa þegar Cesar Azpilicueta og Jorginho byrjuðu á bekknum. Southgate sagðist ekki geta valið Chilwell í landsliðsverkefni Englands nú í september þar sem leikmaðurinn hefði ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Að því sögðu var Jesse Lingard valinn en hann hafði aðeins spilað fjórar mínútur fyrir Manchester United í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Eftir að hafa náð hápunkti ferilsins þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum virðist Chilwell mögulega hafa náð sínum lægsta punkti. Tuchel virðist þó hafa fulla trú á að hann jafni sig fyrr en síðar og gæti vel verið að 50 milljón punda bakvörðurinn fái loks að sýna hvað hann getur er Chelsea hefur titilvörn sína í Evrópu annað kvöld gegn Zenit St. Pétursborg. Chilwell blómstraði í þessari sömu keppni á síðustu leiktíð og hver veit nema það gerist aftur. Chelsea tekur á móti Zenit St. Pétursborg í Meistaradeild Evrópu klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Chelsea keypti vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á 50 milljónir punda sumarið 2019. Hann varð strax lykilmaður í liði Frank Lampard en staðan breyttist aðeins eftir að Thomas Tuchel tók við af Lampard. Tuchel gaf Chilwell reglulega hvíld í ensku úrvalsdeildinni en notaði krafta hans óspart í Meistaradeild Evrópu. Spilaði hann alla leiki liðsins frá 8-liða úrslitum og allt þangað til bikarinn fór á loft í kjölfar 1-0 sigurs á Manchester City. Eftir sigur í Meistaradeildinni fór hinn 24 ára gamli Chilwell á EM með enska landsliðinu. Þar spilaði hann ekki eina mínútu og virðist sem þau vonbrigði hafi elt hann inn í núverandi tímabil. Svo segir þjálfari hans allavega. „Eftir vonbrigðin á EM náði hann lítið sem ekkert að slaka á í fríinu sínu. Hann hefur verið að velta sér upp úr þessu og pirra sig á því sem gerðist. Því var hann frekar andlega þreyttur þegar hann kom til baka.“ "It was a tough Euros for him personally. He felt he did everything to push the team but you never really feel part of the team if you never wear the shirt or sweat it out on the pitch."Thomas Tuchel sympathises for Ben Chilwell not being involved at the Euros for England pic.twitter.com/raG2Rn1ok1— Football Daily (@footballdaily) September 13, 2021 Chilwell var - og er eflaust - enn súr með það hvernig EM þróaðist hjá honum. Í fyrsta leik Englands ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að stilla hægri bakverðinum Kieran Trippier upp í vinstri bakverði. Í öðrum leiknum sat Chilwell á bekknum frá upphafi til enda. Eftir leik spjallaði hann við Billy Gilmour, miðjumann Skotlands og liðsfélaga sinn hjá Chelsea. Í ljós kom skömmu síðar að Gilmour væri með Covid-19 og því þurfti Chilwell að fara í sóttkví. Missti hann því af lokaleik riðlakeppninnar, leik sem hann hefði mögulega fengið tækifærið í. Mount sneri aftur í sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum en Chilwell var utan hóps. Hann var á bekknum gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum og í stöðuni 4-0 hefði verið kjörið að leyfa Chilwell að fá nokkrar mínútur. Þess í stað kom Trippier inn fyrir Luke Shaw sem hóf leik í vinstri bakverðinum. Chilwell var svo hvorki í leikmannahóp Englands í undanúrslitum né úrslitaleiknum sjálfum Eftir að hafa horft á EM í sófanum heima hjá sér mætti Marcos Alonso ferskur til æfinga hjá Chelsea á meðan Chilwell var í raun nýfarinn í frí. Þegar sá enski mætti loks til æfinga hafði Alonso verið búinn að æfa í fimm vikur. Það var því eðlilegt að hann hafi byrjað sem vinstri vængbakvörður Chelsea-liðsins. Hann skoraði svo í fyrsta leik tímabilsins og hefur spilað allar þær mínútur sem í boði eru síðan. Þá bar hann fyrirliðabandið gegn Aston Villa þegar Cesar Azpilicueta og Jorginho byrjuðu á bekknum. Southgate sagðist ekki geta valið Chilwell í landsliðsverkefni Englands nú í september þar sem leikmaðurinn hefði ekki spilað síðan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Að því sögðu var Jesse Lingard valinn en hann hafði aðeins spilað fjórar mínútur fyrir Manchester United í fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Eftir að hafa náð hápunkti ferilsins þegar hann lyfti Meistaradeildarbikarnum virðist Chilwell mögulega hafa náð sínum lægsta punkti. Tuchel virðist þó hafa fulla trú á að hann jafni sig fyrr en síðar og gæti vel verið að 50 milljón punda bakvörðurinn fái loks að sýna hvað hann getur er Chelsea hefur titilvörn sína í Evrópu annað kvöld gegn Zenit St. Pétursborg. Chilwell blómstraði í þessari sömu keppni á síðustu leiktíð og hver veit nema það gerist aftur. Chelsea tekur á móti Zenit St. Pétursborg í Meistaradeild Evrópu klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti