Frelsi frá krónunni Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 14. september 2021 08:01 Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun