Handtekinn með sveðju og byssusting nálægt þinghúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 23:11 Mynd innan úr bíl Craigheads, þar sem meðal annars var að finna stóra sveðju. Lögreglan í Washington D.C. Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna handtók í dag mann sem var með fjölda hnífa í bíl sínum. Hann var með ýmis pólitísk tákn máluð á bíl sinn, sem sum teljast til haturstákna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira