Hafa áhyggjur af vetrinum og auglýsa eftir hlýjum fatnaði og skóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2021 07:22 Konukot er opið frá 17 til 10 og þar geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Reykjavíkurborg „Þetta hefur gengið mjög vel upp á síðkastið. Við höfum áhyggjur af vetrinum en það hefur ekki stoppað hurðin og síminn síðan ég setti þetta inn áðan,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, þegar Vísir ræddi við hana í gærmorgun. Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað. Mannréttindi Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Halldóra hafði þá auglýst eftir hlýjum fatnaði fyrir skjólstæðinga Konukots á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Það vantar ekki velvildina hjá samborgurunum,“ segir hún. Þegar kórónufaraldurinn stóð sem hæst þurfti að fækka rúmum í Konukoti úr tólf í átta. Til að mæta þörfinni á næturúrræði fyrir heimilislausar konur opnaði Reykjavíkurborg þá tímabundið heimili í Skipholti. Að sögn Halldóru komust flestar konurnar í önnur úrræði þegar Skipholtinu var lokað, „og það gekk mjög vel,“ segir hún en aðsóknin í Konukot jókst aftur til muna í sumar. „Það er ein af ráðgátum lífsins,“ svarar Halldóra, spurð að því hvers vegna aðsóknin aukist yfir sumartímann. „Við bara vitum það ekki.“ Halldóra segir skjólstæðinga Konukots heimilislausar konur með flóknar þjónustuþarfir. Hún ítrekar að þrátt fyrir að rúmin séu tólf sé engum vísað frá, enda sé líka „rótering“ á íbúum yfir kvöldið og nóttina og þeir séu ekki endilega allir í húsi á sama tíma. Í Konukoti geta konur fengið að borða, farið í sturtu, þvegið af sér og hvílt sig. Konukot er hins vegar bara opið frá 17 til 10 og það er þess vegna sem kaldur veturinn vekur áhyggjur. „Grensáskirkja er að reka Skjólið, sem er opið frá 10 til 15, en það er bara á virkum dögum,“ segir Halldóra. Það sé þó mikill vilji til að reyna að hafa það opið líka um helgar. Þá sé þess freistað að hafa opið yfir daginn í Konukoti ef veðurofsi er yfirvofandi. Halldóra segir ýmislegt gott að gerast í málaflokknum; hópurinn sé orðinn sýnilegri og aukin þekking að verða til. En hvað með vetrarfötin, er þá bara komið nóg? „Nei, alls ekki!“ svarar Halldóra. Hún segir sérstaka þörf á hlýjum skóm og fingravettlingum en öll hlý föt eru vel þegin. Þá stendur gámur við húsnæðið þar sem skilja má eftir annan fatnað.
Mannréttindi Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira