Texas er víða Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa 14. september 2021 12:00 Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun