Leiðtogar Talibana sagðir hafa hnakkrifist í forsetahöllinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2021 21:01 Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra Afganistan, er sagður hafa verið einn af þeim sem tók þátt í rifrildinu Getty/ANADOLU Leiðtogar Talibana eru sagðir hafa hnakkrifist yfir því hvernig ný bráðabirgðaríkisstjórn þeirra í Afganistan er skipuð. Hávaðarifrildi er sagt hafa brotist út í forsetahöllinni í Kabúl. Leiðtogarnir sem eiga að hafa átt í snörpum orðaskiptum sín á milli eru Mullah Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra og einn af stofnendum Talibana, og Khalil ur-Rahman Haqqani, ráðherra flóttamanna og einn af leiðtogum hins herskáa Haqqani-hóps. BBC greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum innan raða Talibana. Talibanar náðu völdum í Afganistan í síðasta mánuði og ný bráðabigðaríkisstjórn þeirra var mynduð á dögunum. Samanstendur hún af háttsettum leiðtogum Talibana. Heimildarmaður BBC segir að Baradar og Hawwani hafi hnakkrifist á meðan stuðningsmenn þeirra hafi einnig blandað sér í málin. Er Baradar sagður vera óánægður með hvernig ríkisstjórnin er skipuð. Þá er hann einnig sagður vilja leggja áherslu á að Talibanar hafi náð yfirráðum í Afganistan með diplómatískum leiðum. Er Haqqani sagður vera á öndverðum meiði, hann vilji meina að Talibanar hafi fyrst og fremst náð völdum í gegnum herstyrk þeirra. Leiðtogi hins herskáa Haqqani-hóps, Sirajuddin Haqqani, er innanríkisráðherra í ríkisstjórninni. Í frétt BBC segir einnig að lítið hafi sést til Baradar síðustu daga eftir að rifrildið á að hafa átt sé stað. Baradar var á meðal þeirra sem skrifaði undir Doha-samkomulagið fyrir hönd Talibana á síðasta ári, en í því voru gefin fyrirheit um að Bandaríkin myndi draga herlið sitt frá Afganistan. Afganistan Tengdar fréttir Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Leiðtogarnir sem eiga að hafa átt í snörpum orðaskiptum sín á milli eru Mullah Abdul Ghani Baradar, aðstoðarforsætisráðherra og einn af stofnendum Talibana, og Khalil ur-Rahman Haqqani, ráðherra flóttamanna og einn af leiðtogum hins herskáa Haqqani-hóps. BBC greinir frá og hefur eftir heimildarmönnum innan raða Talibana. Talibanar náðu völdum í Afganistan í síðasta mánuði og ný bráðabigðaríkisstjórn þeirra var mynduð á dögunum. Samanstendur hún af háttsettum leiðtogum Talibana. Heimildarmaður BBC segir að Baradar og Hawwani hafi hnakkrifist á meðan stuðningsmenn þeirra hafi einnig blandað sér í málin. Er Baradar sagður vera óánægður með hvernig ríkisstjórnin er skipuð. Þá er hann einnig sagður vilja leggja áherslu á að Talibanar hafi náð yfirráðum í Afganistan með diplómatískum leiðum. Er Haqqani sagður vera á öndverðum meiði, hann vilji meina að Talibanar hafi fyrst og fremst náð völdum í gegnum herstyrk þeirra. Leiðtogi hins herskáa Haqqani-hóps, Sirajuddin Haqqani, er innanríkisráðherra í ríkisstjórninni. Í frétt BBC segir einnig að lítið hafi sést til Baradar síðustu daga eftir að rifrildið á að hafa átt sé stað. Baradar var á meðal þeirra sem skrifaði undir Doha-samkomulagið fyrir hönd Talibana á síðasta ári, en í því voru gefin fyrirheit um að Bandaríkin myndi draga herlið sitt frá Afganistan.
Afganistan Tengdar fréttir Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52 Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52 Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03 Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Talibanar aðskilja háskólanema eftir kyni Afganskir stúdentar verða aðskildir eftir kyni og nýjar reglur um klæðaburð í háskólum verða settar í landinu. Þetta tilkynntu Talibanar í dag og sögðu að konum í landinu verði leyft að mennta sig, en ekki á sama stað og karlar. 12. september 2021 17:52
Síðasta drónaárásin í Kabúl: Sjö börn úr sömu fjölskyldunni dóu Síðasta eldflaugin sem vitað er að Bandaríkjamenn skutu í Afganistan grandaði ekki ISIS-liða eins og ráðamenn hafa haldið fram. Þess í stað lenti hún á bíl manns sem hefur starfað fyrir bandarísk hjálparsamtök sem var að skutla vinnufélögum sínum til og frá vinnu. 11. september 2021 10:52
Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af bráðabirgðastjórninni Bandarísk stjórnvöld segjast hafa áhyggjur af nýskipaðri bráðabirgðastjórn í Afganistan sem talíbanar kynntu til sögunnar í gær. 8. september 2021 07:03
Talibanar skipa bráðabirgðastjórn Talibanar tilkynntu í dag að þeir hefðu skipað bráðabirgðaríkisstjórn í Afganistan. Þar eru fremstir í flokki margir af eldri forystumönnum samtakanna sem hafa leitt baráttuna gegn fjölþjóðaliðinu og kjörnum stjórnvöldum síðustu tvo áratugina. 7. september 2021 17:02