Maurastjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. september 2021 11:01 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun