Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2021 10:34 Sigurður G. Guðjónsson hefur sett fram alvarlegar ásakanir á hendur forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni auk þess sem hann staðhæfir að starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn áfengis til einkabrúks. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar. Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn. Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira