Sérfræðingur segir öryggi minna eftir að aspirnar voru felldar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 13:18 Nýr asparlaus kafli á Austurvegi. Umrædd tré höfðu allir séð sem ekið hafa í gegnum bæinn, þau skildu áður að akreinarnar á Austurvegi fyrir framan Krónuna og Kaffi Krús. Á myndum má sjá að eftir breytingarnar er strax töluvert ólíkt umhorfs á svæðinu. Vísir/Magnús Hlynur Níu aspir voru felldar á Selfossi í gærkvöldi við fámenn mótmæli viðstaddra. Einn bæjarbúi faðmaði ösp í varnarskyni í skamma stund en fékk henni ekki bjargað. Konan er tekin tali í frétt hér að neðan. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021 Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri sagði í samtali við Vísi í gær að það væri mat Vegagerðarinnar og lögreglunnar að tréin sköpuðu alvarlega hættu fyrir gangandi vegfarendur þar sem þau byrgðu þeim og ökutækjum sýn. Þetta er samkvæmt því öryggisráðstöfun af hálfu bæjaryfirvalda, en Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur sem starfað hefur að umferðaröryggi um árabil, telur að aðgerðin geti þess í stað haft öfug áhrif. „Í mínum augum virkar aðgerðin svolítið yfirdrifin sem fyrsta aðgerð. Það neikvæða í því er að núna er yfirbragð götunnar meira hvetjandi til hraðaksturs heldur en áður. Þetta hefur líka neikvæð áhrif á umferðaröryggi,“ sagði Samúel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður Stöðvar 2 var viðstaddur aðgerðirnar í gærkvöldi og tók viðstadda tali. Samúel Torfi segir að í stað þess að fella allar aspirnar hafi mátt snyrta stofnana og þá yrðu þær bara eins og götulampar. Trjábolir séu ekki vandamál sem slíkir heldur greinar og lauf, sem geti byrgt fólki sýn. „Það virðist hafa verið gengið aðeins of langt í að laga sjónása á milli akandi og gangandi en fyrir vikið eru önnur áhrif talsvert neikvæð.“ Reglan sé almennt að tré auki umferðaröryggi og bæti göturými. „Þetta hefur oft róandi áhrif á umferð. Hún ekur oftast aðeins hægar þar sem eru götutré eins og voru í Austurveginum. Og þetta gerir götuna náttúrulega líka vistlegri fyrir vikið,“ segir Samúel. Vandræðalega yfirgripsmikil vanþekking á umferðarmálum þarna. Vegagerðin er bara með eitt markmið: Að passa að bílaumferð gangi hratt og greitt. Ef markmiðið væri að tryggja öryggi gangandi eru hundrað miklu betri leiðir til þess heldur en að fella þessi tré. Kjánalegt. https://t.co/LDMZxj3avg— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 14, 2021
Árborg Umferðaröryggi Aspir felldar á Austurvegi Tengdar fréttir Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16 Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Faðmaði öspina áður en hún var felld Í kvöld hófst vinna við að fella níu aspir við Austurveg á Selfoss í nafni umferðaröryggis. Óánægður bæjarbúi faðmaði eina öspina áður en hún var felld. 14. september 2021 23:16
Fella níu aspir á Austurvegi á Selfossi: „Það er eðlilegt að fólki bregði“ Níu tignarlegar aspir verða felldar á Austurvegi á Selfossi í kvöld. Markmiðið með þessu er að auka umferðaröryggi í götunni. Bæjarstjóri segir einhverja óánægða með ákvörðunina og að eðlilegt sé að einhverjum bregði við fréttir af framkvæmdinni. 14. september 2021 14:18