Jón Ásgeir bjargaði Iceland Express á ögurstundu Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2021 13:37 Jón Ásgeir Jóhannesson lánaði Iceland Express skömmu áður en hann sast í stjórn Icelandair. Jómfrúarflug Iceland Express var flogið árið 2003. Vísir/Vilhelm/Juergen Lehle Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður kom rekstri Iceland Express til bjargar á upphafsárum flugfélagsins þegar útlit var fyrir að fjárskortur kæmi í veg fyrir að fyrsta vélin færi í loftið. Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta segir Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Í grein sem birtist á Túrista segir hann í raun með ólíkindum hvernig Iceland Express hafi tekist að komast á lappirnar miðað við þá naumu fjármuni sem það hafði úr að spila á sínum tíma. Til að mynda hafi stjórnendur félagsins fengið sex milljóna króna yfirdrátt í Sparisjóði vélstjóra í lok árs 2002 til að leigja húsnæði, setja upp tölvukerfi og ráða starfsfólk. Þá hafi upplýsingatæknifyrirtækið EJS lánað tölvur með tryggingu í tækjunum og skrifstofuhúsgögn verið keypt notuð á lágu verði. Ólafur Hauksson, einn af stofnendum Iceland Express og fyrrverandi talsmaður félagsins. Aðsend Gátu ekki greitt flugrekstrarfélaginu Iceland Express hóf sölu farmiða þann 9. janúar 2003. Nokkuð leið þar til kreditkortagreiðslur skiluðu sér frá kortafyrirtækjum og voru laun og annar kostnaður sem féll til í lok janúarmánaðar greidd með fargjöldum sem borguð voru með debetkortum. Þær tekjur dugðu þó ekki til að borga fyrirframgreiðslu til flugrekstrarfélagsins Astraeus sem var fengið til að útvega flugvélar og flugmenn fyrir nýja flugfélagið. „Jón Ásgeir Jóhannesson í Bónus hljóp þá undir bagga og keypti 22 milljón króna víxil til 2 mánaða gegn veði í öllum hlutabréfum fyrirtækisins,“ segir Ólafur í grein sinni. Athygli vekur að á þessum tíma átti Jón Ásgeir töluverðan hlut í Icelandair og var kjörinn í stjórn fyrirtækisins þremur vikum seinna. Hefðu þegið eitt prósent af fjármagni Play Að sögn Ólafs liðkaði Olíufélagið sömuleiðis fyrir gangsetningu nýja flugfélagsins með því að lána eldsneyti fyrstu tvær vikurnar. „En ljóst er að ekki mátti tæpara standa í peningamálunum og munaði þar mestu um lánið frá Jóni Ásgeiri.“ Ólíkt Iceland Express var flugfélagið Play þokkalega fjármagnað áður en það hóf flugrekstur sinn í ár og tryggði sér þar að auki yfir tíu milljarða króna í hlutafjárútboðum í apríl og júní. Í samanburði á fyrstu skrefunum í rekstri Play og Iceland Express má því sjá tvær gjörólíkar myndir. Ólafur segir að stofnendur Iceland Express hefðu þegið þó ekki væri nema 1% af fjármagninu sem Play hefur tryggt sér fram að þessu. Hann fer nánar yfir tilkomu flugfélaganna í grein sinni á Túrista. Iceland Express var tekið yfir af Wow air árið 2012 sem varð gjaldþrota 2019.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira