Fornöfnin átta eru: hann, hún, hán, það, þau, hín, héð og hé.
Eftir ábendingar frá nemendum stendur til að gera þeim kleift að velja fleira en eitt fornafn. „Þá geta þau valið eins mörg og þau telja sig þurfa,“ segir Helga.
Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar er haft eftir Steini Jóhannssyni, rektor MH, að nú geti kennarar séð hvernig nemendur skilgreina sig og þá séu dæmi um að kennarar noti fornöfnin sín í tölvupóstsamskiptum.