Skoraði tíu mörk í fyrsta deildarleiknum með íslensku liði í rúmlega 4.500 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2021 16:01 Rúnar Kárason lék lengi með landsliðinu og fór með því á nokkur stórmót. vísir/andri marinó Rúnar Kárason lék sinn fyrsta deildarleik fyrir íslenskt lið í rúm tólf ár þegar ÍBV vann Víking, 27-30, í 1. umferð Olís-deildarinnar í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira
Þetta var fyrsti deildarleikur Rúnars með íslensku liði síðan í lokaumferð N1-deildarinnar 5. apríl 2009. Hann skoraði þá sjö mörk í 28-28 jafntefli Fram og Akureyrar fyrir norðan. Síðan eru liðin tólf ár og fimm mánuðir, eða nánar tiltekið 4548 dagar. Fram endaði í 4. sæti deildarinnar og mætti Haukum í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Fram vann fyrsta leikinn en Haukar næstu tvo og tryggðu sér sæti í úrslitunum. Rúnar lék sinn síðasta leik fyrir Fram þegar liðið tapaði með níu marka mun fyrir Haukum á Ásvöllum, 30-21, 23. apríl 2009. Rúnar skoraði eitt mark í leiknum. Meðal samherja hans í Fram á þessum tíma voru Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, Róbert Aron Hostert og Einar Rafn Eiðsson, sem eru enn að, og Andri Berg Haraldsson. Sá síðastnefndi er aðstoðarþjálfari Víkings sem mætti ÍBV í gær. Sonur Andra, Jóhannes Berg, er örvhent skytta í liði Víkings og skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eftir tímabilið 2008-09 fór Rúnar til Füchse Berlin sem var á þeim tíma undir stjórn Dags Sigurðssonar. Rúnar lék í Þýskalandi til 2018 þegar hann gekk í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku. Þar lék hann í þrjú ár áður en hann sneri heim í sumar og samdi við ÍBV. Rúnar lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir ÍBV þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 29-28, í síðustu viku. Hann skoraði sex mörk í leiknum. Stórskyttan lék svo fyrsta deildarleikinn fyrir ÍBV í Víkinni í gær. Eyjamenn áttu í vandræðum gegn baráttuglöðum nýliðum Víkinga en náðu að landa sigri. Rúnar átti ekki lítinn þátt í því en hann skoraði níu mörk í tíu skotum í seinni hálfleik. Rúnar endaði með tíu mörk í þrettán skotum og gaf auk þess þrjár stoðsendingar. Næsti leikur Rúnars og félaga er gegn Stjörnunni í Garðabænum á miðvikudaginn. Fyrsti heimaleikur Eyjamanna er svo gegn KA-mönnum sunnudaginn 10. október.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Sjá meira