Endurkomuleið öryrkja í landi tækifæranna Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 17. september 2021 16:30 Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun