Hvað eru 50% af engu? Sigþrúður Ármann skrifar 18. september 2021 07:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigþrúður Ármann Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar