Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 12:18 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár. Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Blá lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár.
Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Blá lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58