Kjósum flokkinn sem treystir ungu fólki Lísbet Sigurðardóttir, Steinar Ingi Kolbeins og Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifa 18. september 2021 15:30 Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í vor hélt Sjálfstæðisflokkurinn prófkjör í öllum kjördæmum. Auk glæsilegrar þátttöku, þar sem yfir 20.000 manns kusu í langfjölmennasta prófkjörinu fyrir alþingiskosningar, var eitt sérstakt fagnaðarefni - hversu skýrlega niðurstöður sýndu að sjálfstæðisfólk treystir ungu fólki í efstu sæti á listum flokksins. Er það þveröfugt við aðra flokka sem skreyta sína lista með ungu fólki í sætum sem gætu í besta falli talist baráttusæti. Við skoðun á listum sjálfstæðismanna sést að í efstu fimm sætum á listum flokksins í sex kjördæmum sitja í heildina níu einstaklingar undir fertugu. Þar af sitja fimm þeirra í fyrsta eða öðru sæti síns lista sem næsta víst er öruggt þingsæti. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn núverandi þingstyrk sínum eftir kosningar verður því þriðjungur þingflokksins ungt sjálfstæðisfólk. Það er mikið fagnaðarefni og undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungu fólki. Þá er ótalið að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eru konur undir 35 ára aldri. Þær eru yngstu kvenráðherrar sögunnar, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var 28 ára þegar hún tók við sem dómsmálaráðherra árið 2019 og sló þar með met Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem var nýorðin 29 ára þegar hún tók við embætti ráðherra árið 2017. Þórdís Kolbrún er einnig yngsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og þá var Áslaug Arna yngst í forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún tók við embætti ritara aðeins 25 ára gömul á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2015 . Ungu fólki er treystandi til góðra verka Ungir þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa barist fyrir og náð ótal góðum málum í gegn á síðastliðnu kjörtímabili, sem varða sérstaklega ungt fólk. Þar má nefna lög um að barn geti verið skráð með tvær mæður og tvo feður, foreldrastaða transfólks viðurkennd, áhersla á val foreldra í fæðingarorlofi samhliða lengingu þess, mikilvægar réttarbætur varðandi skipta búsetu barna, kynferðislega friðhelgi, frumvarp um umsáturseinelti, stafræna stjórnsýslu og svo mætti lengi telja. Þá hafa ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verið óhræddir við að halda málum á lofti sem ungt fólk hefur lengi barist fyrir, svo sem að leyfa sölu áfengis auk þess að tala fyrir afnámi stimpilgjalds við kaup á fasteign og auknu frelsi í mannanafnalöggjöf. Þannig hafa þau lagt sitt af mörkum í því að hola steininn fyrir framtíðina. Ungu fólki er vel treystandi til góðra verka og það þarf að sýna það á borði að því séu raunverulega gefin tækifæri. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem sýnir í verki að hann treystir kjósendum til þess að velja ungt fólk með lýðræðislegum hætti í líkleg þingsæti og áhrifastöður innan flokksins. Það skiptir máli að ungt fólk eigi öfluga málsvara á Alþingi. Kjósum flokkinn sem raunverulega treystir ungu fólki. Höfundar skipa forystu Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar