Furða sig á að þurfa að greiða löggæslukostnað vegna Bræðslunnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 17:46 Bræðurnir Heiðar og Magni Ásgeirssynir hafa haldið Bræðsluna frá árinu 2005. Ljósmynd/Hafþór Snjólfur Aðstandendur tónleikanna Bræðslunnar, sem fara fram á Borgarfirði eystri á ári hverju, furða sig á að hafa þurft að greiða rúmlega eina milljón króna í löggæslukostnað frá því að tónleikarnir voru haldnir fyrst árið 2005. Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum. Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Heiðar Ásgeirsson, einn aðstandanda Bræðslunnar, segir í samtali við Vísi að á hverju ári sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafi þurft að greiða um áttatíu þúsund krónur í svokallað löggæslugjald. Löggæslugjald er innheimt þegar viðburður er haldinn sem krefst aukinnar löggæslu umfram venjubundna löggæslu á sama tíma. Fyrir þessu er heimild í lögum um tækifærisleyfi. Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og bróðir Heiðars, stendur einnig að Bræðslunni en hann vakti athygli á málinu með Facebookfærslu í fyrradag. Það sem þeim bræðrum þykir merkilegast er að löggæslugjald virðist vera innheimt af þeirri ástæðu einni að tónleikarnir fari fram á Borgarfirði eystri. „Okkur finnst þetta vera orðið svolítið þreytt mál, að þurfa í rauninni að borga þetta aukagjald eingöngu vegna þess að það er allajafna ekki löggæsla á þessum stað,“ segir Heiðar. Þá er vakin sérstök athygli á því að tónleikarnir standi í um fimm klukkutíma og séu búnir um miðnætti. Þar fari engin áfengissala fram og gestir séu mest megnis fjölskyldufólk. „Stóri misskilningurinn í þessu finnst okkur vera er að við erum ekki að halda þarna útihátíð, við erum ekki að selja inn á tjaldsvæði. Við erum í raun bara að selja inn á tónleika í fimm klukkutíma, eitt kvöld á ári,“ segir Heiðar. Heiðar segir að færslunni hafi meðal annars verið ætlað að vekja athygli þingmanna í kjördæminu á stöðu mála. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ritaði athugasemd við færsluna í dag. „Satt best að segja hélt ég að það hefði tekist að breyta þessu en ef það er ekki raunin þá er breytinga þörf,“ segir hún. Ekki neitt við lögregluna að sakast Heiðar segir að samstarf við lögreglu hafi alltaf verið gott á Bræðslunni og að aðstandendum tónleikanna þyki mikilvægt að hafa löggæslu á þeim góða. „Þannig að þetta er ekki á nokkurn hátt við lögregluna á staðnum að sakast. Heldur finnst okkur þetta fyrst og fremst heldur úrelt nálgun,“ segir hann. Heiðar segir lögregluna á staðnum alfarið ákveða hvernig löggæslu á tónleikunum sé skipað en hann telur að um tveir til þrír lögreglumenn ásamt einum bíl séu almennt á tónleikasvæðinu, án þess að hafa talið sérstaklega. Vildu frekar sjá á eftir peningunum til björgunarsveita Aðspurður segir Heiðar að málið snúist ekki endilega um peninga þó allt telji auðvitað. „Við erum fyrst og fremst að velta þessu fyrir okkur út frá réttlætissjónarmiðum, okkur liði betur ef þessi peningur færi til björgunarsveitanna okkar sem við höfum verið að greiða fyrir alveg frábæra gæslu og góð störf sem nýtist á staðnum,“ segir hann. Sem dæmi um réttlætissjónarmið nefnir Heiðar að hann efist um að tónleikahaldarar á Egilsstöðum þurfi að greiða löggæslugjald en Egilstaðir eru nú eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í sama sveitarfélagi og Borgarfjörður eystri, Múlaþingi. Fóru fram á fúlgur fjár Heiðar segir að fyrir nokkrum árum hafi steininn tekið úr þegar rukka átti þá bræður um tvö hundruð þúsund krónaur vegna löggæslu á Borgarfirði fyrir heila viku árið 2015. „Þá settum við nú niður hælana og börðum í borðið. Það endaði á því að við fengum úrskurð frá ráðuneyti eftir stjórnsýslukæru um það að ekki hefði verið gætt meðalhófs í þeirri gjaldtöku og hún lækkuð í um 80 þúsund krónur,“ segir Heiðar. Eftir standi þó að lögreglunni sé heimilt að innheimta löggæslugjald. Það sé sú heimild sem bræðurnir furða sig á og finnst fela í sér ákveðna mismunum.
Tónlist Lögreglumál Múlaþing Bræðslan Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent