Þegar litlu málin verða stóru málin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 19. september 2021 13:00 Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin. Þú keyrir úr stæðinu og skiptir um stöð í slíku offorsi að snúningstakkinn losnar nánast af. Þú hefur einfaldlega ekki áhuga á sjávarútvegsmálum, skilur hvorki upp né niður í efnahagsmálum og hvað þá skattamálum. Stóru málin. Þér er bara alveg sama. Ef þú heyrir orðið innviðauppbygging einu sinni enn þá muntu öskra. Þú hefur ekki áhuga á stjórnmálum. Þau koma þér ekki við. Það eru kosningar framundan en þér gæti ekki verið meira sama. Þessi lýsing á við marga í kringum mig. Marga einstaklinga sem fá hroll af því að því einu að hugsa um stjórnmál. Þau eru svo flókin. Raunveruleikinn er þó sá að stjórnmál lita allt okkar líf. Þú getur slökkt á útvarpinu eins oft og þú vilt, það er þá bara einhver annar sem tekur ákvörðun um þitt líf og án þín. Það eru nefnilega ótrúlega mörg stór mál sem snerta þitt líf í umræðunni. Þau geta stundum þótt lítil þegar á heildarmyndina er lítið en geta skipt þig sköpum. Því miður eru ákvarðanir oft teknar sem byggja eingöngu á útreikningum í Excel og mannlegi þátturinn gleymist. Það gleymist oft að við erum öll hluti af stærra mengi; samfélagi. Einstaklingar eru ekki Excel skjöl og lífið er ekki svart og hvít. Það eru rosalega margir gráir tónar. Viðreisn sér tækifæri á öllum sviðum mannlífsins, tækifæri sem geta skipt sköpum í daglegu lífi fólks. Við viljum tryggja raforkuöryggi og öflugar, stöðugar nettengingar um allt land. Mjög gott dæmi um mál sem lítið er rætt en getur verið mjög stórt í lífi einstaklinga. Á þessum grunni byggja nefnilega svo mörg önnur mál. Frelsi til búsetu, aðgengi að fjarvinnu og orkuskipti í samgöngum svo eitthvað sé nefnt. Fólk t.d. í dreifbýli þarf á raforkuöryggi að halda og með þrífasa rafmagni getur það fyrst tekið þátt í raunverulegum orkuskiptum. Býrð þú við óstöðugt rafmagn og hæga netttengingu? -- Við viljum innleiða valfrelsi varðandi lífslok sem mannúðlegan valkost fyrir þá sem kjósa að mæta örlögum sínum við vel skilgreindar aðstæður. Það óskar enginn eftir því að standa frammi fyrir þessari ákvörðun sem á sviði stjórnmálanna er kannski lítil í samhengi heillar þjóðar en getur verið ein stærsta ákvörðun sem þú stendur frammi fyrir á ævinni. Hefur þú verið aðstandandi einstaklings þar sem þessi valkostur hefði breytt miklu? -- Við viljum afnema frítekjumark og tryggja að framfærslulán hjá Menntasjóði Námsmanna sé í takti við neysluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Flestir námsmenn eru í námi tiltölulega stuttan hluta ævi sinnar. Ákvörðun um frítekjumark hefur því aðeins áhrif yfir stuttan tíma ekki satt? Yfir námstímann getur þetta þó verið það hagsmunamál sem skiptir hvað mestu máli fyrir þig. Með einu pennastriki í lögum er hægt að afnema frítekjumark sem er ekki bara skerðing á ákvarðanatöku einstaklinga heldur yrði það viðurkenning á því að námslán séu í raun lán en ekki góðgerðarstarfsemi ríkisins eins og margir virðast halda. Að sama skapi yrði það svar við langþráðu kalli hagsmunasamtaka stúdenta um allt land. Myndi þessi breyting skipta þig máli? -- Viðreisn styður afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Fíkniefnastríðið fræga. Viðreisn lítur á notkun vímuefna sem heilbrigðismál. Afglæpavæðing fíknefna er mikilvægt skref til að tryggja vímuefnaneytendum hjálp úr klóm sölumanna undirheima og tryggja að veiku fólki sé ekki refsað heldur fái það hjálp. Áhersla skal lögð á skaðaminnkandi úrræði fyrir notendur vímuefna, t.a.m. með opnun neyslurýma. Samhliða afglæpavæðingu fíkniefna þarf að efla forvarnir og fræðslu. Góð lýðheilsa, upplýst samtal og aðgengi að virkum úrræðum er forsenda góðra lífsgæða í íslensku samfélagi. Þekkir þú einhvern sem er svo langt leiddur í neyslu fíkniefna að hann/hún finnur ekki leið út? Er rétt að refsa þessu fólki með sektum eða fangelsisvist? Þetta fólk þarf hjálp. Stjórnmál eru ekki bara óskiljanleg hugtök, sýndarmennska og háværar rökræður í útvarpinu. Stjórnmál snúast um þig. Gefðu framtíðinni tækifæri. Ég C þig á kjörstað! Höfundur skipar 8. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun