Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 20:00 Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni. Þar skiptir mestu að Miðflokkurinn leggur sérstaka áherslu á að öllum íslenskum ríkisborgurum, búsettum á Íslandi, 40 ára og eldri, standi til boða almenn heilbrigðisskimun á þriggja ára fresti þeim að kostnaðarlausu. Um leið verði tryggt að þegar tilefni þykir til verði hægt að kalla eftir auka skimun. Með þessum hætti fá allir landsmenn aðgang að heilbrigðiseftirliti og þurfa ekki að hugsa um að þeir hafi orðið að sparað við sig heilbrigðisþjónustu einhverra hluta vegna. Með skimun eins og Miðflokkurinn leggur til verður hægt að grípa miklu fyrr inní ef sjúkdómar láta á sér kræla, aðkomu heilbrigðiskerfisins að eftirliti verður gerbreytt sem á að tryggja betri heilsu fyrir alla og minni kostnað fyrir ríkissjóð þegar upp er staðið Miðflokkurinn leggur áherslu á að tryggja beri öllum Íslendingum jafnt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og þannig verði jafnstaða allra landsmanna gagnvart þjónustunni höfð að leiðarljósi. Í því skyni verði horfið frá samþjöppunarstefnu í heilbrigðismálum og þjónustan færð nær almenningi um allt land. Heilbrigðiskerfið þarfnast endurskoðunar til að tryggja sem besta nýtingu fjármagns með það að markmiði að hámarka þjónustu við sjúklinga. Ríkið þarf því að nýta þjónustu þeirra sem eru best til þess fallnir að veita lækningar á viðunandi kjörum, en einnig krafta góðgerðarsamtaka og sjálfstæðra félaga, sem hafa skipt sköpum við að aðstoða sjúklinga og bæta lýðheilsu og gera það enn. Með því að eyða biðlistum, fjölga hjúkrunar- og þjónusturýmum og efla heimaþjónustu má draga úr óþarfa kostnaði í heilbrigðiskerfinu og bæta líf sjúklinga og eldri borgara á Íslandi. Það er mikilvægt að þjónusta við sjúklinga verið byggð upp um allt land, núverandi heilbrigðisstofnanir verði betur nýttar og nýjar reistar. Með öllum þessum tillögum hyggst Miðflokkurinn taka á þeim kerfislæga vanda sem ríkir í heilbrigðisþjónustunni. Höfundur skipar efsta sæti á liðsta Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar