Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Menning Fornminjar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun