„Hef reynt að kenna honum að orðum fylgir ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Arnar Daði Arnarsson er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Gróttu. vísir/vilhelm Í viðtali við Vísi eftir eins marks tap Gróttu fyrir Íslandsmeisturum Vals, 21-22, í 1. umferð Olís-deildar karla óskaði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Seltirninga, eftir að dómarar myndu sýna honum meiri virðingu. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
„Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00
Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30
„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða