Þagmælska Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 20. september 2021 15:43 Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum. Um daginn las ég viðtal heilbrigðisstarfsmann þar sem farið var töluvert nákvæmlega yfir sjúkrasögu sjúklings. Augljóst var um hvaða sjúkling var verið að ræða enda aðstæður sem leiddu til þess að þessi einstaklingur þurfti að leita á sjúkrahús mjög óvanalegar. Tekið var fram að sjúklingur hefði gefið leyfi fyrir birtingu upplýsinga. Úr siðareglum hjúkrunarfræðinga: „5. grein Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum“. Úr siðareglum lækna: „Lækni er óheimilt að skýra frá heilsufari, sjúkdómsgreiningu, horfum, meðferð eða öðrum einkamálum sjúklinga…“ Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga getur sjúklingur veitt heimild til að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. En það má velta fyrir sér hvenær sjúklingur sannarlega er fær um að veita slíka heimild og skilja að fullu hvað í slíkri heimild felst. Samband heilbrigðisstarfsfólks við sjúkling getur verið mjög flókið og einkennst af valdaójafnvægi þar sem sjúklingur upplifir sig valdalausan og jafnvel að viðkomandi telji ekki öruggt til að gefa upp raunverulegar skoðanir eða álit. Þetta valdaójafnvægi getur þannig haft þau áhrif á að sjúklingur sé ekki fær um að veita upplýst óþvingað samþykki. Það er alltaf hlutverk heilbrigðisstarfsfólks að standa vörð um réttindi sjúklinga, vera málsvari þeirra og ganga úr skugga að farið sé að lögum. Heilbrigðisstarfsmaður þarf að þekkja sína valdastöðu og gera sér grein fyrir að ýmislegt getur staðið í vegi fyrir því að sjúklingar hafi sannarlega allar upplýsingar sem þarf til að veita samþykki fyrir að persónugreinanlegum upplýsingum sé deilt. Við verðum alltaf að hafa hagsmuni sjúklinga í öndvegi og vera málsvarar þeirra. Það er okkar hlutverk. Höfundur er hjúkrunarfræðingur/verkefnastjóri MPM og formaður fagráðs Landspítala.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun