Vörumst mistök annara í útlendingamálum Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 21. september 2021 08:31 Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer. Þessar áskoranir lúta að uppbyggingu samfélagsins og mótun þjóðfélagsgerðarinnar en þó ekki síst hve hratt við teljum að þessir þættir breytist. En það er mikilvægt að geta rætt þessi mál og fólk á að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við sjáum því miður oft þegar þessi málefni ber á góma. En þetta dregur fram mikilvægis eins af helstu baráttumálum okkar Miðflokksmanna sem snýr einmitt að tjáningarfrelsinu. Við viljum að innleidd verði lög til að verja tjáningarfrelsi í samræmi við stjórnarskrá. Þessi lög munu verja Íslendinga fyrir því að stofnanir eða fyrirtæki, innlend eða erlend, láti fólk gjalda skoðana sinna (svo framarlega sem þær fela ekki í sér hótanir, hvatningu til ofbeldis eða ólögmætar ásakanir). Þannig verði tryggt að öll íslensk lög standist ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi. Vantar heiðarlega og opinskáa umræðu Sumum kann að virðast að tjáningarfrelsi sé sjálfgefin hlutur en því miður er misbrestur á að heiðarleg og opinská umræða fái þrifist. Það á kannski sérstaklega við um málefni útlendinga en þann málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Ógeðfelldar árásir Því miður höfum við hvað eftir annað séð ógeðfelldar árásir á Útlendingastofnun og starfsmenn hennar. Að baki þessum árásum er oft fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þetta er mikilvægur málaflokkur sem hefur verið í mikilli gerjun í nágranalöndunum enda hafa þau orðið að glíma við margvíslega erfiðleika og áskoranir þeim samfara, erfiðleika sem við höfum ekki séð enn hér á landi, sem betur fer. Þessar áskoranir lúta að uppbyggingu samfélagsins og mótun þjóðfélagsgerðarinnar en þó ekki síst hve hratt við teljum að þessir þættir breytist. En það er mikilvægt að geta rætt þessi mál og fólk á að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við sjáum því miður oft þegar þessi málefni ber á góma. En þetta dregur fram mikilvægis eins af helstu baráttumálum okkar Miðflokksmanna sem snýr einmitt að tjáningarfrelsinu. Við viljum að innleidd verði lög til að verja tjáningarfrelsi í samræmi við stjórnarskrá. Þessi lög munu verja Íslendinga fyrir því að stofnanir eða fyrirtæki, innlend eða erlend, láti fólk gjalda skoðana sinna (svo framarlega sem þær fela ekki í sér hótanir, hvatningu til ofbeldis eða ólögmætar ásakanir). Þannig verði tryggt að öll íslensk lög standist ákvæði stjórnarskrárinnar um málfrelsi. Vantar heiðarlega og opinskáa umræðu Sumum kann að virðast að tjáningarfrelsi sé sjálfgefin hlutur en því miður er misbrestur á að heiðarleg og opinská umræða fái þrifist. Það á kannski sérstaklega við um málefni útlendinga en þann málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Ógeðfelldar árásir Því miður höfum við hvað eftir annað séð ógeðfelldar árásir á Útlendingastofnun og starfsmenn hennar. Að baki þessum árásum er oft fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar