Þurfti að þykjast vera strákur til að fá að spila með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 09:31 Sarina Wiegman er tekin við sem nýr þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Getty/Lynne Cameron Það hefur mikið breyst síðan að nýr landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta var að stíga sín fyrstu skref. Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Sarina Wiegman er fyrir löngu komin í hóp bestu þjálfara heims í kvennafótboltanum en er nýtekin við nýju starfi og saga hennar vekur athygli enskra fjölmiðla. The Lionesses boss had to hide her true identity #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) September 20, 2021 Wiegman gerði hollenska landsliðið að Evrópumeisturum 2017 og var í framhaldinu kosinn þjálfari ársins hjá FIFA. Hún hætti með hollenska landsliðið eftir Ólympíuleikanna og er því ekki með liðið á Laugardalsvellinum í kvöld. Þess í stað er hún þessa dagana að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn í undankeppninni. Þær ensku unnu 8-0 sigur á Norður Makedóníu í fyrsta leik og mæta Lúxemborg í kvöld. Wiegman er nú 51 árs en það hefur margt breyst varðandi kvennafótboltann síðan hún var að byrja í boltanum. England's 8-0 win against North Macedonia was their biggest victory since beating Estonia by the same scoreline in September 2015.The Sarina Wiegman era started in style. pic.twitter.com/ZM6LQ9uE71— Squawka Football (@Squawka) September 17, 2021 Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði hún sögu frá því að hún var að byrja og hvernig aðstæðurnar voru þá fyrir unga knattspyrnukonu. „Þegar ég byrjaði að spila fótbolta sex ára gömul þá máttu stelpur ekki spila fótbolta en ég svindlaði mér inn,“ sagði Sarina Wiegman. Wiegman var sex ára gömul árið 1975. Hún þóttist vera strákur til að fá að æfa fótbolta eins og bróðir sinn. „Ég var með mjög stutt hár og leit svolítið út fyrir að vera strákur. Foreldrar mínir leyfðu þetta og ég átti tvíburabróðir. Við byrjuðum því bæði að spila fótbolta og allir sættu sig við það,“ sagði Sarina. „Þetta var ekki það venjulega en núna er það fullkomlega eðlilegt að spila fótbolta hvort sem þú sért strákur eða stelpa. Það er frábært. Það var fáránlegt hvernig þetta var áður þegar þér var bannað að spila en svona er þróunin víst,“ sagði Sarina. Sarina Wiegman spilaði á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Holland frá 1987 til 2001 og tók síðan við sem landsliðsþjálfari árið 2016. Wiegman varð á sínum tíma bandarískur háskólameistari með North Carolina Tar Heels og vann líka marga titla í Hollandi. Sarina Wiegman kemur hér skilaboðum til ensku landsliðskonunnar Rachel Daly.Getty/Catherine Ivill
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira