Til stendur að veita Þjóðhátíð í Eyjum ríkisstyrk vegna messufalls Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2021 12:16 Til stendur að ríkið styrki Þjóðhátíð í Eyjum og þar með ÍBV, en hátíðin hefur verið helsta fjáröflunarleið félagsins í gegnum árin, vegna messufalls í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að til standi að veita Þjóðhátíðar í Eyjum ríkisstyrk vegna tekjutaps ÍBV en hátíðinni hefur verið frestað nú í tvö ár. Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Hugmyndir þess efnis voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Við vorum að ræða það að við ættum eftir að koma með úrræði fyrir þá sem hugðu á stórhátíðahöld um verslunarmannahelgi. Gátu ekki gert það í fyrra og ekki í ár,“ sagði Bjarni meðal annars í samtali við fréttastofu að afloknum síðasta ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður undir merkjum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Við höfum þurft að leggja mat á það að hvaða marki úrræðin sem við höfum verið með í gildi hafa gagnast þeim aðilum og erum sérstaklega að horfa til þeirra sem hafa verið að efna til hátíðahalds til að styðja við almannaheillastarfsemi eins og íþrótta- og æskulýðsstarf. Slíka starfsemi. Og hafa orðið af verulegum tekjum sem mögulega hafa staðið undir slíkri starfsemi,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu. Ekki liggur fyrir hversu há upphæðin verður en þarna er einkum um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Segir Bjarni málið komið í farveg; til standi að koma á fót sjóði sem slíkir aðilar geti sótt í þegar svo ber undir. Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, hefur áður sagt að nefndin hyggðist sækja um styrk, það sé eðlilegt því þjóðhátíðin hafi verið blásin af með viku fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða. Það hafi verið stjórnvaldsaðgerð og yfirvöld hljóti að taka áhrif af henni inn í reikninginn. ÍBV fékk ýmsa styrki í fyrra þegar aflýsa þurfti Þjóðhátíð en enginn þeirra kom beint úr ríkissjóði. Styrktaraðilar voru aðallega fyrirtæki úr Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabær sem styrkti ÍBV um tuttugu milljónir króna. Það mun hafa komið félaginu fyrir vind. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum telur að henni þyki eðlilegt að ÍBV taki þetta samtal við ríkið sem kom ekkert að málum í fyrra, með að styrkja félagið sérstaklega vegna tekjufalls sem blasir við en Þjóðhátíð og tekjur af henni hefur verið helsta fjáröflunarleið ÍBV í gegnum tíðina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum ÍBV Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vestmannaeyjar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira