Fréttablaðið leiðrétt Einar S. Hálfdánarson skrifar 22. september 2021 17:16 Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Íslenska krónan Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Fréttastjóri Fréttablaðsins rökstyður aðild að Evrópusambandinu og finnst ekki mikið til veigamestu röksemda andstæðinganna koma. Hún tínir hins vegar til viðbótarrök fyrir aðild. Þar sé allt svo ódýrt og maturinn góður. „Við kaupum kirsuberjabox á 100 kall á meginlandi Evrópu en á 1.000 kall hér heima og spyrjum engra spurninga.“ Hér ræktum við engin kirsuber. En óhætt er að fullyrða að búlgarskur launþegi er lengur að vinna fyrir fiskinum á diskinn en íslenskur. Og raunar flestu öðru. Verðlag er nefnilega mjög mismunandi milli ríkja ESB. Mig langar nefna sum veigamestu rökin gegn ESB draumsýn kirsuberjakaupenda. Afsal fiskimiðanna ætti samt eitt og sér að duga sem gagnrök. Vextir og gjaldmiðlar Hér á landi er misskilningur útbreiddur á eðli vaxta og styrk gjaldmiðla. • Fyrirtæki eru nettólántakendur, en almenningur nettólánveitendur. Lágir vextir færa sem sé fé frá almenningi til eigenda fyrirtækja. • Því styrkari sem efnahagur ríkis er, þeim mun hærri vextir að öðru jöfnu. Áhættumat hefur einnig áhrif á vextina. Hóflegir vextir eru þannig fylgifiskur trausts efnahags og stöðugs stjórnarfars. • Sú einstæða staða er uppi að eigendur evra þurfa að borgar vexti fyrir að eiga evrur. Þeirri furðuskoðun er haldið á lofti hér að þetta sé styrkleikamerki. Hvergi annars staðar myndi nokkur láta sér detta slíkur málflutningur í hug. • Vextir eru að sjálfsögðu mismunandi milli landanna á evrusvæðinu þrátt fyrir sömu mynt. Upptaka evru tryggir ekki sömu vaxtakjör og í Þýskalandi, hvorki fyrir ríki né aðra lántakendur. • Hægt er að gera vaxtaspá til framtíðar með því að skoða kúrfur um fasta vexti. Markaðurinn spáir neikvæðum vöxtum um langa framtíð á evrusvæðinu! • Kína borgar sparifjáeigendum hóflega vexti af ríkisskuldabréfum. USA nokkru minni. Sparendur í Evrópu og Japan þurfa og hafa alllengi þurft að borga með sér. Þeir sem lofa slíkt ástand þurfa að fara á byrjendanámskeið í fjármálum. – Líka bankahagfræðingar í framboði til þings. • Lágir vextir leiða til þjóðhaglega óhagkvæmra fjárfestinga og hækkandi eignaverðs, jafnvel eignabóla. Þannig verða íbúðir t.d. dýrari en ella. Það er sem sé hrein bábilja að lágir vextir séu sérstaklega góðir fyrir ungt fólk. Vaxtagreiðsla einfaldlega lækkar og afborgun hækkar. Einkum á þetta við hér þar sem framboði á lóðum er handstýrt til að skapa lóðaskort. Stöðugt gengi evru; óstöðugt gengi krónu? Bandarískur dollari er aðalútflutningsmynt Íslands, langtum mikilvægari en evra og aðrar myntir. Gengishreyfingar krónu hafa gegnum tíðina ekki verið meiri en gengishreyfingar evru gagnvart dollar. Hvers vegna að taka upp mynt sem ekki hentar hagkerfinu betur en króna og fórna til þess ómældum, raunverulegum verðmætum? Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun