Einn flokkur hlustar best á eldri borgara Gísli Rafn Ólafsson skrifar 22. september 2021 07:46 Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Eldri borgarar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni gaf Landssamband eldri borgara (LEB) út samanburð á milli stjórnmálaflokkana um afstöðu þeirra til baráttumála eldri borgara. Það hefur eflaust komið mörgum á óvart að Píratar skoruðu hæst í þessum samanburði. Þó svo að Píratar skori ekki hátt hjá kjósendum í elsta aldurshópnum, þá er það ekki þannig að við Píratar séum hunsa kröfur þeirra. Rétt eins og í öðrum málum þá hlustum við á rök þeirra og erum þeim svo sannarlega sammála um að það sé nauðsynlegt að stórbæta aðstæður þessa mikilvæga hóps. Það er skammarlegt hvernig hefur verið komið fram við þennan hóp sem við eigum öll eftir að tilheyra þegar fram líða stundir. Það er ólíðandi að innan þessa hóps sé fólk sem þurfi að lifa undir fátæktarmörkum bara af því að stjórnmálamenn hunsa það. Það er algjörlega fáránlegt að ekki sé hægt að sinna fólki af mannúð af því að kerfin „segja nei“ þegar kemur að því að veita fólki persónulega nálgun á þá þjónustu sem það þarf. Hvað viljum við gera fyrir eldra fólk? Við Píratar viljum afnema allar tekjutengdar skerðingar sem eldra fólk verður fyrir og gefa því kost á að velja hvenær og hvernig það ákveður að hætta á vinnumarkaðnum. Starfslok eiga að ráðast af áhuga og færni fólks, ekki aldri. Jú, það mun kosta peninga en það kostar okkur líka ómældar fjárhæðir að halda fólki í skerðingafangelsi - svo ég tali nú ekki um hvað það er ómannúðlegt og tærandi. Við stefnum á framtíð þar sem kerfin okkar styðja fólk í að gera það sem það sjálft vill - frekar en að skipa því að gera það sem kerfið vill. Við viljum hækka og samræma skilgreiningar á lágmarksframfærslu og tryggja að eldra fólk þurfi ekki að lifa undir fátæktarmörkum. Við teljum að ellilífeyrir eigi að þróast í takt við launaþróun og höfum meira að segja lagt til að hann hækki jafn mikið hlutfallslega og laun þingmanna hækka hverju sinni. Við viljum auka möguleika eldra fólks þegar kemur að húsnæðisúrræðum og styðjum uppbyggingu millistig milli eigin heimilis og hjúkrunarheimila. Já, þessir skrýtnu Píratar sem margt eldra fólk heldur kannski að tengist sjóránum, er ný tegund af stjórnmálaflokki. Stjórnmálaflokkur sem berst fyrir réttindum fólks og trúir því að við eigum öll að geta lifað saman í velferðarsamfélagi. Markmið Pírata er að byggja betra samfélag fyrir alla, líka eldri borgara. Ísland fyrir alla aldurshópa. Heilbrigðisþjónusta fólks Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfið. Við viljum búa til langtíma heilbrigðisáætlun sem á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við stefnum að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja að réttindi notenda séu alltaf í forgangi. Það er hreinlega innbyggt í grunnstefnuna okkar, sjálft erfðaefni Pírata, að berjast fyrir réttindum fólks. Réttur allra einstaklinga er jafn sterkur og Píratar taka alltaf afstöðu með hinum valdaminni gegn hinum valdameiri. Það er okkar grundvallarsýn í stjórnmálum og frá henni verður ekki hvikað. Já, við Píratar erum tilbúin að berjast fyrir ykkar réttindum - sama á hvaða aldri þið eruð - og munum ekki ganga á bak loforðsins þegar kosningar eru búnar. Við munum berjast af því að það er það eina rétt, það sem drífur okkur áfram. Eldri borgarar - Þið eigið skýran valkost. Höfundur er miðaldra frambjóðandi í 2. sæti í framboðs Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun