„Píratar………………….tómt kjaftæði“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 22. september 2021 08:16 Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta. Í umræðunn var þingmaðurinn þráspurður um hvers vegna fólk ætti yfirhöfuð að kjósa Pírata. Eftir japl og jaml stundi þingmaðurinn upp að: ,, Kjósendur Pírata kjósa þá til að gera hlutina rétt, númer eitt, tvö og þrjú, að gera hlutina rétt.“ Í ljós hefur komið margoft að Píratar standa ekki undir þessari meintu kröfu kjósenda sinna. Ríkisendurskoðandi gerði t.a.m. verulegar athugasemdir við bókhald Pírataflokksins fyrir árið 2019 eins og hér segir: ,,Í áritun skoðunarmanna ársreiknings Pírata segir að án þess að gera fyrirvara við reikninginn vilji þeir vekja athygli á að það vanti „reikninga samtals að fjárhæð 1.300.000 að baki bókfærðum útgjöldum.“ Þó flestar fjárhæðirnar séu mjög lágar og ljóst sé af öðrum gögnum hvað stendur að baki, þá viljum vil láta í ljós álit okkar að leggja þurfi á herslu á að tryggja það, að reikningar séu að baki öllum bókfærðum útgjöldum.“ Að auki var áhyggjum lýst vegna þess hve hátt hlutfall ríkisstyrkja fór til rekstrar en ekki uppbyggingar. Minna má á að Reykjavíkurborg hvar Píratar koma að stjórn hefur ítrekað verið gerð afturreka vegna brota á útboðsreglum auk þess að lög voru brotin í braggamálinu svokallaða án þess að kjörnir fulltrúar virðist hafa dregið nokkurn lærdóm þar af. Þar eru Píratar sannanlega ekki að gera ,,hlutina rétt númer eitt tvö og þrjú.“ Í aðdraganda kosninga nú birti flokkurinn síðan tillögur að breyttri skattheimtu. Þar kom í ljós að skekkja var í útreikningum Pírata svo nam tugum milljarða. Var þetta hið vandræðalegasta fyrir Pírata sem að venju skelltu skuldina á aðra. Einn þingmaður þeirra fjarlægði færslur þessu tengdar eftir að bent var á mistökin. En hafandi í huga að ,,Píratar gera allt rétt“ var skekkjan leiðrétt um hæl……með boðun hærri skattheimtu. Það er auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé. Það sem ætti að setja hroll að fólki er að einn þingmaður Pírata hefur augastað á sæti fjármálaráðherra að loknum kosningum. Svo vitnað sé í orð Séra Sigvalda í leikritinu Manni og konu: „Ætli það sé ekki mál til komið að fara að biðja guð að hjálpa sér.“ Eitt atriði verður að nefna í viðbót. Píratar gegna forystu í einni þingefnd stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Forysta þeirra gekk framan af út á að auglýsa þáverandi forystu nefndarinnar með ýmsum upphlaupum. Seinni hluti forystunnar hefur hins vegar einkennst af óttablandinni virðingu fyrir valdi. Forysta Pírata í nefndinni hefur sofið á spillingarverðinum. Þannig hefur forystan ekki stigið nein skref til þess að aflétta leyndarhjúp um málefni Lindarhvols svo dæmi sé nefnt. Það fyrirtæki var sett á fót til að koma eignum sem féllu til við stöðugleikasamkomulag við slitabú föllnu bankanna í verð. Allur sá ferill er í besta falli tortryggilegur og reynt hefur verið að slá leyndarhjúp um málið af hálfu meirihluta forsætisnefndar Alþingis undir stjórn forseta þingsins. Um það efni verður fjallað sérstaklega í annarri grein. Kosningabarátta Pírata gengur út á að þeir líði ,,ekkert kjaftæði.“ Sú staðhæfing stenst ekki heldur. Kjósandi góður! Ef þú vilt að atkvæði þitt gangi til flokks sem gerir hlutina rétt eru Píratar ekki valkostur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun