Betri kjör til okkar besta fólks Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 22. september 2021 13:01 Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þessa lands eru búnir að bíða allt of lengi eftir leiðréttingu kjara sinna. Enginn efast um að það eru réttlátar aðgerðir sem hefur verið lofað fyrir löngu. Nú telur Miðflokkurinn að það sé komið að því að efna loforð og fyrirheit fortíðar. Miðflokkurinn ætlar að jafna rétt fólks óháð heilsu og aldri. Við ætlum að hækka frítekjumark eldri borgara til atvinnutekna í 500.000,- á mánuði og frítekjumark greiðslna úr lífeyrissjóði í 125.000,- á mánuði. Með þessum aðgerðum hvetjum við til sparnaðar og verðmætasköpunar. Sömuleiðis er mikilvægt að afnema núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara. Ekki vegna þess að við ætlum að reka eldri borgara út á vinnumarkað heldur af því að þau eiga að fá að ráða sjálf meiru um sitt líf. Þetta er því sanngirnis- og réttlætismál. Allir vita að eldri borgarar hefur setið eftir hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun og við í Miðflokknum ætlum að miða lífeyri og aðrar hliðstæðar bætur frá Tryggingastofnun við umsamin lágmarkslaun og hækka í takt við launavísitölu. Ófremdarástand á hjúkrunarheimilum Það er staðreynd að viðvarandi skortur er á hjúkrunarrýmum, langir biðlistar hafa verið síðustu ár eftir rýmum og hafa aukist frekar en hitt síðustu ár. Þetta er óþolandi og engu virðist skipta þó kallað hafi verið eftir úrbótum frá stjórnvöldum. Í óefni stefnir og sveitarfélög ráða mörg hver ekki við vandann og hafa óskað eftir því að ríkið taki yfir rekstur hjúkrunarheimila. Ekki hefur verið brugðist við ákalli um breytt starfsumhverfi og er kerfið löngu komið að þolmörkum. Meðalaldur Íslendinga hefur farið hækkandi síðustu áratugina sem færir okkur nýjar áskoranir. Kallað hefur verið eftir fjölbreyttara búsetuúrræði sem brúar bilið milli þess þegar einstaklingar geta ekki búið lengur heima hjá og þurfa vistun á hjúkrunarheimili. Við þessu þarf að bregðast og fjölga búsetuúrræðum fyrir þennan hóp. Málefni eldri borgara þarf að vinna i góðu samráði þar sem margir koma að lausnum. Eðlilega hafa margir í samfélaginu áhyggjur af þessum málaflokki, unga fólkið er þar ekki undanskilið. Margir hafa undrast áhyggjur okkar sem eru yngri en staðreyndin er sú að við eigum mörg hver foreldra, ömmur og afa sem eru að kljást við erfiðleika sem okkur finnst að hið opinbera eigi að leysa vandræðalaust svo það geti nú staðið við loforð til þeirra eldri um áhyggjulaust ævikvöld. Það getur engin ætlast til þess að eldri borgarar bíði lengur eftir ásættanlegum lausnum. Miðflokkurinn ætlar að bæta kjör eldri borgara á næsta kjörtímabili. Atkvæði til Miðflokksins þýðir atkvæði fyrir leiðréttingu á kjörum eldri borgara. Það er löngu tímabært. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar