Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. september 2021 13:16 Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Samgöngur Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun