Amanda mætti enn skipta um landslið Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 14:46 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli í gær, gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ljóst er að Amanda Andradóttir hefur ákveðið að spila fyrir íslenska landsliðið í stað þess norska og hún kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í gær. Samkvæmt reglum FIFA, sem var breytt á síðasta ári, er þó enn mögulegt fyrir hana að spila fyrir Noreg í framtíðinni. Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg. FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Margir virðast telja að með því að spila leik í undankeppni HM fyrir Ísland í gær, í 2-0 tapinu gegn Hollandi, hafi Amanda endanlega skuldbundið sig til að spila ekki fyrir annað A-landslið en það íslenska. Það er þó ekki rétt því hún þarf að spila að minnsta kosti fjóra leiki fyrir Ísland til að svo sé. Því takmarki gæti Amanda mögulega náð áður en árið er á enda. Hin 17 ára Amanda á norska móður og íslenskan föður, bjó í Noregi fyrstu ár ævi sinnar en flutti svo til Íslands og lék með yngri flokkum Víkings og Vals. Nú býr hún aftur í Noregi og leikur með Vålerenga. Amanda æfði með U19-landsliði Noregs í vor en hefur ákveðið að spila fyrir A-landslið Íslands líkt og hún gerði fyrir yngri landsliði Íslands. Í endurbættum reglum FIFA um það hvort leikmenn séu gjaldgengir í landslið er ekki lengur nóg að hafa spilað einn „mótsleik“ (leik í undan- eða lokakeppni stórmóts) fyrir A-landslið til að mega ekki síðar spila fyrir aðra þjóð. Leyfilegt er að spila þrjá A-landsleiki fyrir eina þjóð og svo síðar fyrir aðra þjóð, en þó þurfa þrjú ár að líða á milli. Amanda gæti því tæknilega séð spilað gegn Tékklandi og Kýpur á Laugardalsvelli eftir mánuð, eftir að hafa mætt Hollandi í gær, og svo ákveðið að spila frekar fyrir Noreg í framtíðinni. En ef hún spilaði þá leiki og svo gegn Kýpur ytra í lok nóvember yrði án nokkurs vafa ekki aftur snúið hjá henni. Ákvörðunin óafturkallanleg ef Amanda væri 22 ára eða að spila á EM Þess má að auki geta að ef að leikmaður spilar einn leik í lokakeppni stórmóts dugar það til að hann megi ekki spila fyrir aðra þjóð í framtíðinni. Ef að Amanda spilaði ekki aftur fyrir Ísland fyrr en á EM í Englandi næsta sumar myndi þannig fyrsti leikur hennar á EM þýða að hún spilaði aldrei fyrir Noreg. Auk þess er að það svo að ef að Amanda væri eldri en 21 árs, sem gerist reyndar ekki fyrr en árið 2025, myndi duga að hún spilaði einn mótsleik fyrir A-landslið Íslands til að hún mætti ekki spila fyrir Noreg.
FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Amanda: Þegar ég var komin inn á völlinn þá fór bara stressið Nýliðinn Amanda Jacobsen Andradóttir kom inn á sem varamaður undir lokin í kvöld í sínum fyrsta A-landsleik eftir að hafa valið Ísland fram yfir Noreg. 21. september 2021 21:31
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti