Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í loftslagsmálum! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 22. september 2021 15:46 Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Loftslagsmál Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil að vissu leyti að sumir haldi að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er sá flokkur sem lætur sig kröftugt atvinnulífið mestu varða og hefur um áratugaskeið ýtt undir framkvæmdir og framfarir þar, hafi ekki gefið loftlagsmálum nægan gaum. Þetta er hins vegar misskilningur enda eru hagsmunir atvinnulífs og loftlagsmála samtvinnaðir og stangast ekki á. Þess vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað sér stefnu í loftlagsmálum sem hefur sérstöðu í íslenskri pólitík. Lofið mér að útskýra. Samkvæmt öllum loftslagssérfræðingum þá á að einblína á eitt atriði umfram önnur til að ná árangri í loftslagsmálum og það er að minnka magn af CO2 í andrúmsloftinu. Aðgerðir okkar Sjálfstæðismanna miðast við að taka á þessu tiltekna atriði umfram önnur. Það eru ótal aðgerðir sem hafa verið kallaðar loftslagsaðgerðir en eru það ekki nema að litlu leyti. Þar má nefna notkun á plaströrum, friða landssvæði, banna virkjanir og fleira en allt þetta gagnast í reynd lítið við að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Við Sjálfstæðismenn viljum einblína á aðgerðir sem raunverulega minnka magn CO2 í andrúmslofti – allt annað er ekki að gera nægjanlega mikið gagn í loftslagsmálum. Aðrar aðgerðir eru einfaldlega ekki til þess fallnar að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins sem við höfum skuldbundið okkur til að ná. Allir færustu sérfræðingar heims hafa hvatt til þess að einblína á þetta eina markmið, að minnka CO2 úr andrúmslofti og það er einmitt grundvallarstefið í bókinni The New Climate War eftir Michael Mann en Mann var einmitt sá sem setti fyrst fram línuritið fræga sem sýnir mikla hækkun á hitastigi jarðar (Hockey Stick Graph). Sjálfstæðismenn vilja taka ráðleggingar þessara sérfræðinga og setja fókusinn á þetta eina mál umfram önnur, þ.e. að lækka magn CO2 í andrúmslofti. Og þá þarf ákveðnar aðgerðir sem eru aðalmarkmið okkar Sjálfstæðismanna. Áherslur Sjálfstæðismanna í loftslagsmálum eru þannig númer eitt, tvö og þrjú að gera allt sem hægt er til að minnka magn CO2 í andrúmslofti. Og það eru bara tvær leiðir til að ná því: Að draga úr losun og að hreinsa CO2 úr andrúmsloftinu. Þessar leiðir verðum við að velja ef við ætlum að ná settu marki í tæka tíð. Við þurfum að umbylta því hvernig við vinnum í loftslagsmálum Sjálfstæðismenn hafa nær einir talað fyrir því að nota hreina raforku sem er fáanleg á Íslandi til að framleiða hreint grænt eldsneyti og hætta þannig alfarið notkun jarðefnaeldsneytis. Hugsið ykkur! Við getum orðið fyrsta þjóðin sem hættir notkun á öllu jarðefnaeldsneyti sem er aðalskaðvaldurinn í loftslagsmálum. Þar höfum við skýra stefnu – að framleiða rafeldsneyti og hætta notkun á jarðefnaeldsneyti. Við viljum að Ísland verði fyrsta landið í heiminum sem kaupir aldrei framar einn einasta dropa af jarðefnaeldsneyti. Þetta er sterkt og öflugt markmið og skilar mun meiri árangri í loftslagsmálum en önnur markmið sem hafa verið sett fram. Það skapar landinu einstakt tækifæri, er ávísun á öflugt atvinnulíf um leið og við förum umhverfisvænustu og skilvirkustu leiðina í loftlagsmálum. Þetta kallast að vera í dauðafæri. Aðrir flokkar hafa ekki þessa sýn. Atkvæði greitt XD á laugardag er sannarlega atkvæði fyrir betra og hreinna loft og blómstrandi umhverfi! Höfundur er oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun