Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2021 22:44 Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, var með þrjár rútur við Dynjanda. Arnar Halldórsson Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04