Óbærilegt ógagnsæi eftirlauna eldri borgara Viðar Eggertsson skrifar 23. september 2021 08:16 Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum. Sparireikningarnir bera yfirleitt neikvæða ávöxtun, en þessir litlu vextir teljast þó tekjur og eru reiknaðir þeim til skerðingar á ellilífeyri að fullu. Vísitölutenging lífeyrisjóðsgreiðslna skilar þeim örlítilli hækkun mánaðarlega yfir árið. Yfirleitt er tekjuáætlun ekki flóknari en það. Síðan geta komið óvæntar tekjur, líkt og hjá öllum öðrum. Eldri borgarar reyna að skila samviskusamlega réttri tekjuáætlun fyrir komandi ár og taka yfirleitt tillit til áætlaðra hækkana á greiðslum úr lífeyrissjóði og jafnvel hana ríflegri en ætla má, til að hafa vaðið fyrir neðan sig. Síðan hefjast reglulegar greiðslur frá Tryggingastofnun og um leið óvissa um hvort tekjuáætlunin standist gagnvart Tryggingastofnun og útreikningi hennar á eftirlaunum með tilliti til skatta og skerðinga. Greiðslur berast mánaðarlega á reikning eftirlaunatakans án teljandi upplýsinga um hvernig þær eru reiknaðar. Nagandi óvissa Þegar eldri borgarinn hefur síðan skilað inn skattskýrslu sinni fyrir tekjuárið fer af stað eftirá útreikningur hjá Tryggingastofnun hvort allt hafi nú verið rétt. Hvort stofnunin hafi ofgreitt til eldri borgarans - eða vangreitt. Hið síðarnefnda er miklu mun fátíðara að mati Tryggingastofnunar sjálfrar. Hún hefur einstakt lag á að skilja lög þrengsta skilningi – eftirlaunamanninum í óhag. Stóri dómur fellur hjá Tryggingastofnun um einu og hálfu ári eftir að eftirlaunatakinn skilaði inn tekjuáætlun sinni fyrir árið sem liðið er. Margir eldri borgarar kvíða þessu uppgjöri. Fæstir búast við jákvæðum úrskurði því oftast er það svo að einhvern veginn tekst reiknimeisturum kerfisins að finna út í útreikningum sínum að lífeyristakinn hafi dregið sér fé frá Tryggingastofnun, ef svo má segja, og hann skuldi stofnuninni. Ógagnsæi Hið ógagnsæja kerfi sem búið hefur verið til og ellilífeyrir frá Tryggingstofnun grundvallast á veldur mörgum eldri borgararnum verulegum kvíða í löngum aðdraganda uppgjörsins og síðan oft örvilnan, reiði og vanmætti þegar stóri dómur fellur. Þó svo að eftirlaunamaðurinn efist um niðurstöðu Tryggingastofnunar í uppgjöri hennar á hann erfitt með að beita sér í málinu. Hann mætir her lögfræðinga sem eru á launum hjá stofnuninni þegar hann skýtur máli sínu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Stendur þá einn á móti þeim öllum. Fáir treysta sér í það ferli einir og óstuddir. Það er með ólíkindum að eldra fólki sem fær eftirlaun frá Tryggingastofnun skuli ekki fá sundurliðaðan launaseðil um hver mánaðarmót. Á launaseðlinum ætti að koma fram vel sundurliðaðar greiðslur til eftirlaunamannsins, eins og almennt gerist á vinnumarkaði. Annars vegar frá tekjuáætlun eftirlaunamannsins, þar sem kemur fram hvaða greiðslur koma frá lífeyrissjóði, fjármagnstekjur og önnur laun. Hinsvegar eftirlaun frá Tryggingastofnun og vel tíundaðar og skilgreindar skerðingar á þeim. Að viðbættu þessu frádregnir skattar og gjöld. Ef slíkur launaseðill birtist eftirlaunamanninum um hver mánaðarmót ætti hann auðveldara með að bregðast fyrr við og ef þörf væri á að uppfæra tekjuáætlun sína til að minnka hugsanlega örvilnan í lokauppgjöri sem margir kvíða fyrir. Hvaða launamaður á vinnumarkaði myndi láta bjóða sér slíkt? Greinilega sundurliðaður launaseðill og gagnsæi í launaútreikningi er sjálfsagt mál á almennum vinnumarkaði. Af hverju ekki hjá Tryggingastofnun ríkisins? Þessu verður að breyta. Það verður að taka almannatryggingar og Tryggingastofnun ríkisins til gagngerrar endurskoðunar. Það er eitt af því sem er á stefnuskrá Samfylkingarinnar ef hún fær til þess brautargengi í kosningunum 25. september. Atkvæði greitt Samfylkingunni er atkvæði greitt eldra fólki á Íslandi. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og skipar 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar i Reykjavík suður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun