Mikið hefur mætt á leiðtogum stjórnmálaflokkanna undanfarnar vikur og næst á dagskrá hjá leiðtogunum eru kappræður á Stöð 2 í kvöld, í opinni dagskrá að loknum kvöldfréttum.
Reikna má með því að flestir leiðtogar flokkanna greiði atkvæði á laugardaginn og ekki ólíklegt að ætla að Logi sé fyrstur leiðtoganna til að greiða atkvæði.
Logi er þingmaður í Norðausturkjördæmi og þyrfti því að greiða atkvæði norðan heiða um helgina væri hann ekki búinn að ganga frá sínum málum utan kjörfundar.