Bölsýni eða bjartsýni? Hildur Björnsdóttir skrifar 23. september 2021 15:30 Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gærdag ræddi ég símleiðis við óákveðinn kjósanda. Hann taldi sig eiga um vont að velja og sagði umræðuna alla tómt orðagjálfur. Ég bað hann að líta yfir farinn veg og byggja atkvæðið á reynslu og skynsemi. Ekki væru það allt góðar kýr sem hátt baula – og munnurinn heiti oft meiru en hönd kann að efna. Það þekkti ég úr umhverfi borgarstjórnar - en þegar allt kæmi til alls væru valkostirnir skýrir. Það mætti sjá af samanburði ríkis og borgar. „Guð hvað mér líður illa!” Nær óslitið yfir 27 ára tímabil hefur Samfylking, ásamt smærri fylgitunglum, farið með stjórn borgarinnar. Þar eru skattar í lögleyfðu hámarki, skuldir fara stigvaxandi og útgjöld aukast á áður óþekktum hraða. Samgönguvandinn fer versnandi og húsnæðisskorturinn er viðvarandi. Framkvæmdir fara framúr áætlunum og hvergi býður borgarkerfið frjóan jarðveg til framfara. Grunnskólar borgarinnar mælast illa í innlendum sem erlendum samanburði. Viðhald skólahúsnæðis hefur leitt af sér óheilnæmt og óstarfhæft skólaumhverfi. Nærri þúsund börn sitja á biðlistum eftir daggæslu, leikskólavist og frístund. Fólk flytur til annarra sveitarfélaga, þar sem lífsgæði mælast betri. Höfuðborgin er ekki í forystu. Þeir flokkar sem stýrt hafa borginni bjóða nú fram til alþingis. Þeir boða stóraukin opinber útgjöld og umfangsmiklar skattahækkanir. Þeir skilja illa verðmætasköpun og vilja með sköttum og regluverki draga úr frumkvæði og framtaki. Þeir neita að líta til reynslu annarra þjóða. Þeir vilja að Ísland, ólíkt öllum öðrum Norðurlöndum, innheimti allt í senn, fjármagnstekjuskatt, erfðafjárskatt og stóreignaskatt – en aðeins eitt OECD ríki innheimtir alla þrjá skattana og mælist fyrir vikið með eitt versta skattkerfi þróaðra ríkja. Flokkarnir hrópa „Guð hvað mér líður illa!” – jafnvel þó upplifun fólks og alþjóðlegir mælikvarðar leiði af sér aðra niðurstöðu. Lífsgæði á heimsmælikvarða Undir stjórn Sjálfstæðisflokks hefur Ísland tekið stöðu meðal fremstu þjóða heims hvað varðar lífsgæði, velferð og jafnrétti. Ísland mælist meðal efstu OECD þjóða þegar kemur að hamingju, jöfnuði og stuðningi við fjölskyldufólk. Þá mælist fátækt hérlendis sú lægasta meðal OECD þjóða og kaupmáttur hefur aldrei verið hærri. Hér mælist gott aðgengi að menntun, félagslegur hreyfanleiki mikill og lífsgæði þau fjórðu bestu í heimi. Aðgangur að atvinnutækifærum mælist hvergi meiri í heiminum. Við erum meðal langlífustu þjóða og mælumst fremst allra þegar kemur að aðgengi og gæðum heilbrigðisþjónustu. Hér er öruggt að búa og hvergi í heiminum hefur náðst betri árangur í jafnréttismálum. Það er óumdeilt að Ísland er forystuþjóð. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram á vegferð framfara og velsældar. Við viljum halda áfram að skapa frjálst og réttlátt samfélag sem byggir á jöfnum tækifærum. Við viljum áframhaldandi traust til að tryggja landsmönnum öllum lífsgæði á heimsmælikvarða. Áfram á sömu braut Á laugardag göngum við til kosninga. Valkostirnir eru skýrir. Við getum valið Reykjavíkurstjórn skattahækkana, skuldasöfnunar og lífsgæðahnignunar – eða við getum kosið áframhaldandi stjórn framfara, velsældar og lífsgæða. Við getum valið bölsýni eða bjartsýni. Afturför eða framfarir. Höldum áfram á sömu braut. Veljum land tækifæranna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun