Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2021 12:01 Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég er 24 ára og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan ég fékk kosningarrétt og af hverju geri ég það? Þegar ég varð átján ára stóð ég frammi fyrir því að kjósa í fyrsta sinn. Ég settist niður og gerði excel skjal með því sem mér fannst jákvætt og neikvætt við stefnu flokkanna, sem þá voru í framboði, og komst þá að því mér til mikillar ánægju að ég var Sjálfstæðiskona. Ég vil að konur séu jafnar körlum og geti sótt fram til jafns við þá, hvort sem er í atvinnulífi eða annars staðar. Ég hef því sett X við D síðan og aldrei séð eftir því. Þegar ég horfi til minnar framtíðar þá vil ég búa í samfélagi þar sem hver og einn á jafna möguleika til að koma sér áfram í lífinu. Þá sérstaklega að menn geta framkvæmt sínar hugmyndir og skapað verðmæti. Þá verðum við að hafa sterkt menntakerfi sem fylgir þörfum atvinnulífsins en stendur ekki í stað í áratugi. Með því að skapa verðmæti sköpum við störf, og eftir atvikum meirir útflutningsverðmæti. Með þessu aukum við tekjum ríkissjóðs og getum þannig styrkt velferðarkerfið. Starf stjórnmálamanna er ekki að hafa vit fyrir fólkinu í landinu. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að gera lífið hjá fólkinu auðveldara og haga stjórnsýslunni eftir því. Ef niðurstaða kosninga verður sú að vinstri stjórn tekur við stjórnartaumunum þá munu verða skattahækkanir, báknið stækkar og forræðishyggjan tekur við. Kosningaloforð vinstri flokkanna fela í sér gífurleg útgjöld. Lítið er búið að hugsa til enda hvernig á að fjármagna þau en það verður bara gert með því að sækja í buddu landsmanna. En eiga ekki hin ríku að borga? Nei, í reynd ekki. Kosningaloforð eins og stóreignaskattur mun leiða til þess að fjármagn fer úr landi sem annars hefði farið í nýsköpun, menningu og verðmætasköpun hér heima. Það er staðreynd. Ungt fólk á að láta sig málin varða og hugsa hlutina til enda, Hvaða möguleika viljum við hafa næstu árin? Hvernig viltu sjá framtíðina? Viltu hafa það frelsi að nýta tækifærin sem eru endalaus hérna á landi eða viltu skattahækkanir, forræðishyggju og aukin ríkisumsvif? Þitt er valið. Taktu upplýsta ákvörðun og mættu á kjörstað. Ég mæli með X við D. Höfundur er laganemi og frambjóðandi í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar