Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 11:50 Húsið brennur, stendur á einu skilti mótmælenda. Vísir/Vilhelm Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“ Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira