Brot úr prósenti getur haft mikil áhrif á möguleg stjórnarmynstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. september 2021 13:58 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Vísir/Vilhelm Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn. Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Tæplega 48.000 manns voru búnir að kjósa utan kjörfundar klukkan 19:00 í gærkvöldi. Það eru mun fleiri en í síðustu kosningum. Eríkur segir að síðustu ár hafi á fleiri nýtt sér þann kost að kjósa utan kjörfundar. Þá tilhneigingu megi einnig sjá erlendis. Þessi mikli fjöldi gæti einnig tengst kórónuveirufaraldrinum. Mikill fjöldi utankjörfundaratkvæði flæki vissulega talningu enda má ekki byrja að telja þau fyrr en kjörstöðum er lokað. Ástæðan er sú að þeir sem skila utankjörfundaratkvæði geta enn kosið á kjördag og ekki sé hægt að telja atkvæði þeirra tvisvar. „Hins vegar hefur hingað til ekki verið grundvallarmunur á atkvæðum greiddum utankjörfundar eða á kjördegi. Fylgi flokkanna hefur verið á svipuðu róli í báðum gerðum atkvæða,“ segir Eiríkur. Spurning hvernig ríkisstjórn verður mynduð með níu flokka á þingi Kosningarnar nú segir Eiríkur þær mest spennandi lengi. „Í fyrsta lagi er feykilega mikil spenna um það hvort ríkisstjórnin haldi velli eða falli. Að undanförnu höfðu kannanir sýnt að ríkisstjórnin væri svo gott sem fallin. Síðan hafa verið að koma kannanir alveg á lokametrunum sem sýna hana halda velli og í rauninni vel það. Það er gríðarlega mikið spennuatriði,“ segir hann. Þá sé spennandi að sjá hvaða flokkar ná upp fyrir fimm próenta þröskuldinn sem þarf til að flokkar fái jöfnunarþingsæti. „Síðan er það auðvitað spennan sem fylgir því ef níu flokkar eru komnir inn á þing hvernig maður myndar ríkisstjórn við slíkar aðstæður sem ekki hafa verið uppi áður í íslenskum stjórnmálum,“ segir Eiríkur. Skoðanakannanir sýna einnig að vegna þess hversu margir flokkarnir eru og atkvæðin dreifast að örlitlar breytingar, jafnvel aðeins brot úr prósenti, geti gerbreytt stöðunni og möguleikum á samsetningu ríkisstjórnar. „Litlar hreyfingar geta haft miklar afleiðingar í för með sér.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira