4,6 milljarða verkefni um að draga úr losun koltvísýrings í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 10:02 Verksmiðja Carbon Recycling var opnuð árið 2011. Kínverski efnaframleiðandinn Jiangsu Sailboat Petrochemicals hefur gert samning við íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International um að byggja verksmiðju. Sú verksmiðja á að framleiða metanól með endurvinnslu koltvísýrings en heildarkostnaður við verkefnið er áætlaður um 4,6 milljarða króna. Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“ Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Undirrita á samning um samstarfið í dag á fjarfundi milli Reykjavíkur og Peking. Í tilkynningu frá CRI segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verði viðstaddur á fundinum auk Jin Zhihian, sendiherra Kína á Íslandi, og Þóri Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. Auk þessi verði fjöldi geta frá kínverskum stjórnvöldum og fyrirtækjum á fundinum. Í tilkynningunni segir að með búnaði CRI verði 150 þúsund tonn af koltvísýringi fönguð úr framleiðsluferli Jiangsu Sailbot. Sá koltvísýringur yrði annars losaður út í andrúmsloftið en hann samsvarar allri losun virkjana á Íslandi eða um fjórðungi losun einkabíla hér á landi, samkvæmt tilkynningunni. Koltvísýringurinn yrði notaður til að framleiða metanól, sem verður svo nýtt til að framleiða efnavörur sem eru meðal annars notaðar við framleiðslu á sólarhlöðum og plexigleri. Stefnt er að því að hefja þessa framleiðslu árið 2023. Sjá einnig: ESB útnefnir íslenska fyrirtækið CRI sem lykilfrumkvöðul Þessi tækni CRI var samkvæmt tilkynningunni hönnuð í rannsóknarstofu á Íslandi og þróuð og sannreynd í verksmiðju CRI við orkuverið í Svartsengi. „Við hjá CRI erum afar stolt af því að geta boðið samstarfsaðilum okkar þaulreynda tækni sem gerir strax áþreifanlegt gagn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,“ segir Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI, í tilkynningunni. „Með því að nýta þessa tækni í efnaframleiðslu getum við fyrr leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Það sem áður fór til spillis verður að orku og hráefni. Þannig byggjum við upp öflugt en umhverfisvænna hagkerfi.“ Sjá einnig: Nýta hátækni úr Svartsengi í norskri metanólverksmiðju Wei Bai, forstjóri Jiangsu Sailboat, segir fullkomlega samræmast stefnu Shenghong Petrochemical um virka þróun hringrásarhagkerfisins. „Við leggjum áherslu á örugga þróun, minni losun og hagfellda notkun takmarkaðra auðlinda, með endurnýtingu. Hér er stigið stórt skref í áætlun okkar um að byggja upp græna virðiskeðju, með bestu nýtingu hráefna, hreinni framleiðslu og að verða leiðandi fyrirtæki í heiminum á þessu sviði.“
Umhverfismál Tækni Kína Loftslagsmál Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira