„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 13:04 Björn Leví segir Pírata ráðfæra sig við lögfræðinga um framhaldið. Mögulega muni koma til kasta lögreglu, kjörbréfanefndar Alþingis og jafnvel dómstóla. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. „Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“ Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
„Þetta er íslenskuvandamál,“ segir Björn um fyrirbærið „endurtalningu“. „Við hugsum um endurtalningu sem mjög eðlilegan hlut. Og það er alveg satt áður en yfirkjörstjórn skilar niðurstöðum sínum til landskjörstjórnar; þá geta þeir endurtalið eins og þeir vilja. En lagalega séð þá er ekker til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum,“ segir hann. Björn bendir á að í lögum um kosningar til Alþingis sé hvergi fjallað um endurtalningu og það sé í hæsta máta óeðlilegt að þegar yfirkjörstjórn hefur sent niðurstöður til landskjörstjórnar og úrslit liggja fyrir á landsvísu, þá geti hún ákveðið eftir geðþótt að endurtelja. Þar sem endurtalning er ekki til í lögum er engin fyrirmynd til að því hvernig haga ætti slíku ferli en Björn segir að eðlilegast væri þá að kæra þyrfti kosninguna og að sú kæra myndi enda hjá kjörbréfanefnd, sem myndi skera úr um hvort kosningarnar væru gildar. Það sé hins vegar í sjálfu sér hálf skrýtið en kjörbréfanefnd er skipuð af þinginu sjálfu. „Þetta er úr höndum yfirkjörstjórnar þegar búið er að senda tölurnar á landskjörstjórn,“ segir Björn. Þá hafi átt að vera búið að innsigla öll gögn hjá yfirkjörstjórn, sem hefði ekkert vald til að ákveða að opna kassana á ný og telja aftur. Landskjörstjórn hafi haft samband við yfirkjörstjórnirnar vegna þess hve mjótt var á munum Björn segist hafa heimildir fyrir því að landskjörstjórn hafi látið yfirkjörstjórnirnar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi vita að mjótt væri á munum. Til hvers? „Ekki hugmynd,“ svarar Björn. „Landskjörstjórn bar að gefa út niðurstöður útfrá fyrstu talningu. Hún átti ekkert með það að gera að láta yfirkjörstjórnir vita, sérstaklega ekki þegar talningu var lokið. Maður verður að gera ráð fyrir að talningin gildi; þar eru allir umboðsmenn að fylgjast með að allt sé rétt. Svo fara þeir heim og allt í einu er bara ákveðið að opna salinn aftur og endurtelja.“ Ljóst er að burtséð frá þeirri spurningu hvort yfirkjörstjórnir hafi raunverulega heimild til að endurtelja eftir að þær hafa skilað niðurstöðum til landskjörstjórnar þá eru mörg önnur álitamál uppi. Björn segir Pírata til dæmis hafa rætt við einstaklinga sem hafi fullyrt að margir hafi haft lykla að herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd í Norðvesturkjördæmi. Hann segir Pírata eiga í samskiptum við lögmenn um framhaldið; lögmæti endurtalningarinnar og mögulega uppkosningu. „Við viljum bara vera viss um að það sé verið að fara eftir kosningalögum,“ segir hann. Ýmsum spurningum verði að svara áður en ákveðið verður hvaða þingmenn fá kjörbréf. „Við sjáum ekki hvernig það er hægt að byggja á endurtalningargögnunum, því það er ekki til heimild til að endurtelja.“
Alþingiskosningar 2021 Píratar Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52 Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33 Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Mest lesið Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14
Ófullnægjandi meðferð kjörgagna skuli tekin „mjög alvarlega“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að öll framboð til Alþingis hljóti að vera sammála um að enginn afsláttur sé í boði á tilhlýðilegri framkvæmd kosninga. 27. september 2021 11:52
Magnús Davíð kærir til kjörbréfanefndar og krefst uppkosningar Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. 27. september 2021 11:33
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09