„Þetta er greinilega grjóthörð gella“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 12:01 Auglýsingin í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan auglýsti í gærkvöldi eftir markmanni fyrir kvennalið Aftureldingar í Olís deild kvenna eftir það sem gerðist í Vestmanneyjum um síðustu helgi. „Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
„Ég ætla að segja að skemmtilegasta atvik þessa tímabils var þegar Susan Ines Gamboa, skyttan í liði Afturelding, tók að sér að fara í markmannstreyjuna,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Hún skellti sér í markið og eins og við skrifum var bjargvætturinn. Það sem gerist er að Eva Dís markvörður meiðist og getur ekki tekið þátt í þessum leik. Það var nánast spurt um það hver væri til í að fara í markið,“ sagði Svava Kristín. „Þarna sagði bara Susan: Gummi minn, ég redda þessu,“ sagði Svava. Klippa: Seinni bylgjan: Markmannsmál í Mosfellsbænum „Það er frábært að hún hafi boðið sig fram í þetta en ég sjálf hefði aldrei boðið mig fram í þetta hlutverk,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þetta sýnir karakterinn og þetta er greinilega grjóthörð gella. Það eru ekki margir útileikmenn í deildinni sem rétta upp hönd og biðja um að fara í markið eða bjóða sig fram,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Svava Kristín sýndi þá myndbrot af Susan í leiknum á undan þar sem hún spilaði vel á móti Val og skoraði sex mörk úr átta skotum. „Þetta var enginn draumaleikmaður fyrir Gumma að hafa rétt upp höndina,“ sagði Svava og Seinni bylgjan auglýsti eftir markmanni fyrir Aftureldingarliðið. „Sunneva er þetta ekki eitthvað fyrir þig,“ skaut Sigurlaug á Sunnevu sem hefur spilað fjölmarga leikmenn í marki í efstu deild á Íslandi. „Jú jú, bara að hringja í kerlinguna,“ svaraði Sunneva í léttum tón en bætti svo við. „Mér finnst þetta stórfurðulegt og skil þetta ekki alveg. Þær hljóta samt að vera með fleiri yngri markmenn sem þurfa að stíga fram því þær mega ekkert missa Susan úr sókninni,“ sagði Sunneva. Það má finna alla umræðuna um markmannsmál Aftureldingar hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Afturelding Seinni bylgjan Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða