Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 19:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist slegin yfir lokun skotsvæðisins í Álfsnesi. Vinna er þegar hafin til að finna lausn á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“ Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“
Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira