Leikur kvöldsins var eins og leikur kattarins að músinni. Gestirnir voru 33-12 yfir að loknum fyrsta leikhluta og héldu einfaldlega áfram í þeim síðari, staðan þá 67-21.
Síðari hálfleikur endurspeglaði þann fyrri og leiknum lauk með einkar öruggum 76 stiga sigri gestanna, 120-44 lokatölur á Akranesi í kvöld.
Shemar Deion Bute skoraði 26 stig á 24 mínútum í liði Hauka ásamt því að taka 11 fráköst. Orri Gunnarsson kom þar á eftir með 19 stig á meðan Jose Medina Aldana skoraði 18 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hjá ÍA skoraði Nestor Elijah Saa 17 stig og tók 8 fráköst.
Var þetta síðasti leikurinn í 1. umferð 1. deildar karla í körfubolta og Haukar því komnir á toppinn á meðan ÍA situr á botninum.