Ofbeldismaður sem hótaði að hringja inn sprengjuhótun færi kærasta hans í flug á sér engar málsbætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2021 14:40 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda. Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Dómur í málinu féll í mánuðinum en í honum má sjá að maðurinn er ákærður í fjölda ákæruliða. Meðal annars fyrir að hafa ítrekað,endurtekið og á alvarlegan hátt og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, ógnað lífi sambýliskonu hans, heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi, tekið hana hálstaki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana, kastað til og brotið innanstokksmuni, brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar og með því að hóta henni og aðilum henni tengdum, m.a. lífláti og líkamsmeiðingum. Sendi konunni mynd af öxi Sem fyrr segir var maðurinn meðal annars ákærður fyrir að hóta því að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans færi í flug til útlanda, en hún starfaði á þeim tíma sem flugfreyja hjá ótilgreindu flugfélagi. Var hann einnig ákærður og sakfelldur fyrir margs konar aðrar hótanir, meðal annars fyrir að hafa sent konunni mynd af öxi og eftirfarandi skilaboð. „[...]Segir mer ekki að eg se alki. Eigi við vandamal að striða. Eða þurfi hjalp fra eh folki. Annars fer exinn i hofuðið a ollum [...]“ Einnig var maðurinn ákærður og sakfelldur fyrir að hafa ekið mjög hratt á malarvegi með sambýliskonu og ung börn þeirra innanborðs og hótað því að drepa þau með akstrinum. Er þetta aðeins brot af þeim ákæruliðum sem koma fram í máli mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness en í dómi héraðsdóms kemur fram að hann hafi aðeins verið sýknaður af litlum hluta ákærunnar í málinu. Ákærði var að lokum sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi, líkamsárás, brot á barnaverndarlögum og lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum. Er dómari í málinu harðorðir í garð mannsins í niðurstöðu kafla dómsins. Skapaði ógnarástand Segir í dóminum að fullyrða megi að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili þeirra, vegna hegðunar og framkomu mannsins, aðallega í garð sambýliskonu sinnar. Ástandið hafi ógnað á alvarlegan hátt lífi og heilsu hennar og með því í raun einnig barnanna, þar sem þau eru ung að árum. Líf og heilsa þeirra hafi að stærstum hluta byggt á umönnum móður þeirra. Dómari í málinu sagði manninn eiga sér engar málsbætur.Vísir/Vilhelm Segir í dómi héraðdóms að maðurinn eigi sér í raun engar málsbætur, hegðun hans hafi verið undir engum kringumstæðum réttlætanleg og raunar langt frá því, eins og það er orðað í dómi héraðsdóms. Var maðurinn dæmdur í sextán mánaða fangelsi, auk þess sem hann þarf að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 1,8 milljónir í miskabætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Fréttir af flugi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira