Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir nefnilega heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag að viðstöddu forystufólki í íslenskri kvikmyndagerð, þátttakendum í kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar.
Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð og að þessu sinni verða heiðraðir tveir af fremstu leikstjórum okkar tíma; Mia Hansen-Løve frá Frakklandi og Joachim Trier frá Noregi.
Verðlaunaafhendingin átti að hefjast klukkan 16 en hálftíma síðar voru heiðursgestir ekki enn mættir. Þeir eru fastir í röð. Guðni sló á létta strengi á Bessastöðum og bauð fólki að fá sér veitingar þótt heiðursgestirnir væru ekki mættir.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki fengið upplýsingar um áreksturinn sem bendir til þess að ekki hafi orðið slys á fólki.