Líf með stóma – ekki öll fötlun er sýnileg Sigríður Lárusdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir og Bergþóra Guðnadóttir skrifa 2. október 2021 08:01 Í dag, 2. Október, er alþjóðlegur stómadagur. Slagorð dagsins er „Ostomates´ rights are human rights – anytime and anywhere“. Áherslan í ár er lögð á tenglsanet og náin sambönd stómaþega. Stuðningur við stómaþega er mikilvægur, bæði frá sínum nánustu og samfélaginu. Hefur það sýnt sig að gott stuðningsnet getur haft afgerandi áhrif á bataferlið eftir stóma aðgerð. Í ár verður því sjónum beint að mikilvægi þess að stómaþegar séu studdir áfram til að verða virkir þátttakendur í lífinu og af því tilefni eru stómaþegar hvattir til að deila sigrum sínum stórum sem smáum gegnum þrautsegju og áræðni öðrum stómaþegum til hvatningar og innblásturs. Stóma er samheiti yfir ýmis form, en algengust eru ristilstóma, garnastóma , j-pokar og þvagstóma. Ástæður baki þess að þurfa stóma eru margvíslegar og geta verið hinir ýmsu sjúkdómar, slys, skaði við barnsfæðingar, jafnvel mistök í aðgerðum svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn stómaþegi á sér sína sögu og því ekki hægt að setja alla í sama farið. Það er flókið að læra að lifa með stóma. Það þarf að finna hvaða stómavörur henta og það er frumskógur að rata um í fyrstu. Þá hefst timabil þar sem læra þarf að skipta um, hreinsa, hrasa og lenda í leka, sáramyndun undan öllu líminu og margt sem er hreinilega flókið að læra. Síðan er það andlega hliðin; það eru flóknar tilfinningar sem fylgja þessu nýja lífi. Kvíði og áhyggjur yfir því hvernig lífið verði; get ég unnið, get ég farið í ferðalög, sinnt áhugamálum, muna eftir að hafa með sér aukadót ef þarf að skipta, get ég lifað eðlilegu kynlífi, mun ég verða fyrir fordómum. Margir upplifa mikla sorg þegar þeir átta sig á að héðan í frá verður líkaminn aldrei sá sami og þessi poki mun alltaf vera fastur hluti af honum. Jafnvel reiði yfir að þurfa að festast í hlutverki stómasjúklings. Flókið ferli sem krefst þolinmæði og mikils stuðnings. Á höfuðborgarsvæðinu er gott aðgengi að sérmenntuðum stómahjúkrunarfræðingum sem og reynsluboltum innan stómasamtakanna. Fólkið sem skaffar stómavörurnar er að sama skapi mjög hjálplegt og þolinmótt. Það þarf líklega að skoða betur hver staða landsbyggðarinnar er í þessum málum og líklega margir sem gætu þurft meiri hjálp þar. Stuðningurinn við stómaþega felst ekki síst í því að fá rými til að lifa eðlilegu lífi og þurfa ekki að verja ástand sitt. Það hefst með því að taka opinskáa umræðu og deila sögum og fróðleik. Það er ekki ásættanlegt að stómaþegi þurfi að vera í felum vegna skammar eða þurfi að verja tilvist sína. Sem betur fer er skilningur almennings smátt og smátt að aukast gagnvart stóma. Þó eru enn fordómar og alltaf einhver sem lendir í því að fá að sig aðfinnslur sem eru byggðar á þekkingarleysi. En þekkinga kemur með upplýstri og opinskárri umræðu. Höfundar eru kjarkmiklar stómakonur sem berjast fyrir að eyða fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag, 2. Október, er alþjóðlegur stómadagur. Slagorð dagsins er „Ostomates´ rights are human rights – anytime and anywhere“. Áherslan í ár er lögð á tenglsanet og náin sambönd stómaþega. Stuðningur við stómaþega er mikilvægur, bæði frá sínum nánustu og samfélaginu. Hefur það sýnt sig að gott stuðningsnet getur haft afgerandi áhrif á bataferlið eftir stóma aðgerð. Í ár verður því sjónum beint að mikilvægi þess að stómaþegar séu studdir áfram til að verða virkir þátttakendur í lífinu og af því tilefni eru stómaþegar hvattir til að deila sigrum sínum stórum sem smáum gegnum þrautsegju og áræðni öðrum stómaþegum til hvatningar og innblásturs. Stóma er samheiti yfir ýmis form, en algengust eru ristilstóma, garnastóma , j-pokar og þvagstóma. Ástæður baki þess að þurfa stóma eru margvíslegar og geta verið hinir ýmsu sjúkdómar, slys, skaði við barnsfæðingar, jafnvel mistök í aðgerðum svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn stómaþegi á sér sína sögu og því ekki hægt að setja alla í sama farið. Það er flókið að læra að lifa með stóma. Það þarf að finna hvaða stómavörur henta og það er frumskógur að rata um í fyrstu. Þá hefst timabil þar sem læra þarf að skipta um, hreinsa, hrasa og lenda í leka, sáramyndun undan öllu líminu og margt sem er hreinilega flókið að læra. Síðan er það andlega hliðin; það eru flóknar tilfinningar sem fylgja þessu nýja lífi. Kvíði og áhyggjur yfir því hvernig lífið verði; get ég unnið, get ég farið í ferðalög, sinnt áhugamálum, muna eftir að hafa með sér aukadót ef þarf að skipta, get ég lifað eðlilegu kynlífi, mun ég verða fyrir fordómum. Margir upplifa mikla sorg þegar þeir átta sig á að héðan í frá verður líkaminn aldrei sá sami og þessi poki mun alltaf vera fastur hluti af honum. Jafnvel reiði yfir að þurfa að festast í hlutverki stómasjúklings. Flókið ferli sem krefst þolinmæði og mikils stuðnings. Á höfuðborgarsvæðinu er gott aðgengi að sérmenntuðum stómahjúkrunarfræðingum sem og reynsluboltum innan stómasamtakanna. Fólkið sem skaffar stómavörurnar er að sama skapi mjög hjálplegt og þolinmótt. Það þarf líklega að skoða betur hver staða landsbyggðarinnar er í þessum málum og líklega margir sem gætu þurft meiri hjálp þar. Stuðningurinn við stómaþega felst ekki síst í því að fá rými til að lifa eðlilegu lífi og þurfa ekki að verja ástand sitt. Það hefst með því að taka opinskáa umræðu og deila sögum og fróðleik. Það er ekki ásættanlegt að stómaþegi þurfi að vera í felum vegna skammar eða þurfi að verja tilvist sína. Sem betur fer er skilningur almennings smátt og smátt að aukast gagnvart stóma. Þó eru enn fordómar og alltaf einhver sem lendir í því að fá að sig aðfinnslur sem eru byggðar á þekkingarleysi. En þekkinga kemur með upplýstri og opinskárri umræðu. Höfundar eru kjarkmiklar stómakonur sem berjast fyrir að eyða fordómum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar