Karítas Tómasdóttir skoraði fyrsta mark Blika á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.
Tiffany McCarty tvöfaldaði forystu Kópavogsliðsins rúmum tíu mínútum síðar eftir mikinn vandræðagang í vörn Þróttar og staðan var því 2-0 þegar að flautað var til hálfleiks.
Þegar um 25 mínútur lifðu leiks breytti Hildur Antonsdóttir stöðunni í 3-0 eftir góðan undirbúning Selmu Sólar Magnúsdóttur, áður en Karítas Tómasdóttir gerði endanlega út um leikinn á 83. mínútu með sínu öðru marki, og fjórða marki Blika.
Sjón er sögu ríkari, en mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.