Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 16:30 Frá samkomu stuðningsmanna Trumps í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í janúar. AP/John Minchillo Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. Forsetinn þáverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump höfðaði mál gegn Twitter, Facebook og Google í sumar. Þá sögðu lögmenn forsetans að samfélagsmiðlafyrirtæki væru óvinveitt bandarískum íhaldsmönnum. Sjá einnig: Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Lögmenn hans höfðuðu svo nýtt mál gegn Twitter í gær. Í dómsskjölum segir að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi lokað á forsetann vegna þrýstings frá pólitískum andstæðingum hans, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.AP/Ben Gray Í dómsskjölunum segja lögmenn Trumps að Twitter veiti Talibönum meira tjáningarfrelsi en forsetanum fyrrverandi. Lögmenn Trumps saka Twitter um ritskoðun og segja forsvarsmenn fyrirtækisins hafa of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Það sé hættulegt lýðræðinu. Í kjölfar þess að Trump tapaði aðgangi sínum að samfélagsmiðlum reyndi hann að stofna eins manns samfélagsmiðil, þar sem stuðningsmenn hans áttu að geta líkað við og dreift stuttum skilaboðum hans til heimsins. Sá samfélagsmiðill, sem var í raun bloggsíða, naut ekki mikilli vinsælda og var fljótt lokað. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Áður en hann var rekinn af Twitter var Trump með rúmlega 88 milljónir fylgjenda og notaði hann samfélagsmiðilinn til að tjá sig um hin ýmsu málefni og jafnvel til þess að reka fólk úr ríkisstjórn sinni. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Twitter Tengdar fréttir Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Forsetinn þáverandi var bannaður á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum fyrir að hvetja til ofbeldis, eftir að stuðningsmenn hans reyndu að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Markmið þeirra var að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í fyrra, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Trump höfðaði mál gegn Twitter, Facebook og Google í sumar. Þá sögðu lögmenn forsetans að samfélagsmiðlafyrirtæki væru óvinveitt bandarískum íhaldsmönnum. Sjá einnig: Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Lögmenn hans höfðuðu svo nýtt mál gegn Twitter í gær. Í dómsskjölum segir að starfsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins hafi lokað á forsetann vegna þrýstings frá pólitískum andstæðingum hans, samkvæmt frétt Washington Post. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.AP/Ben Gray Í dómsskjölunum segja lögmenn Trumps að Twitter veiti Talibönum meira tjáningarfrelsi en forsetanum fyrrverandi. Lögmenn Trumps saka Twitter um ritskoðun og segja forsvarsmenn fyrirtækisins hafa of mikil áhrif á pólitíska umræðu í Bandaríkjunum. Það sé hættulegt lýðræðinu. Í kjölfar þess að Trump tapaði aðgangi sínum að samfélagsmiðlum reyndi hann að stofna eins manns samfélagsmiðil, þar sem stuðningsmenn hans áttu að geta líkað við og dreift stuttum skilaboðum hans til heimsins. Sá samfélagsmiðill, sem var í raun bloggsíða, naut ekki mikilli vinsælda og var fljótt lokað. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Áður en hann var rekinn af Twitter var Trump með rúmlega 88 milljónir fylgjenda og notaði hann samfélagsmiðilinn til að tjá sig um hin ýmsu málefni og jafnvel til þess að reka fólk úr ríkisstjórn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Twitter Tengdar fréttir Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Vonarstjarna repúblikana í kröppum dansi Ríkisstjóri Suður-Dakóta sem hefur verið talin rísandi stjarna innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum er nú í töluverðu klandri eftir að upp komst að hann hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu dóttur sinnar. 30. september 2021 15:13
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50
Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. 24. september 2021 09:00
Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07
Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. 17. september 2021 11:54