Forréttindi að spila svona marga allt eða ekkert leiki Andri Már Eggertsson skrifar 2. október 2021 18:30 Snorri Steinn var afar ánægður með karakterinn í sínu liði Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals unnu Fram í úrslitum um Coca-Cola bikarinn. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Líkt og í undanúrslitum spiluðu Valsarar frábærlega í seinni hálfleik og unnu leikinn 25-29.Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar sáttur með að vera orðin Íslands og bikarmeistari. „Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
„Ég er hrikalega stoltur af liðinu. Þetta var gríðarlega erfitt í dag. Fram spilaði mjög vel og setti okkur undir mikla pressu. Það þurfti mikinn karakter til að snúa slakri byrjun við,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals. Fram byrjaði leikinn frábærlega og gerði sex fyrstu mörk leiksins. „Mér fannst við flatir og máttlausir í byrjun leiks. Lárus Helgi var að verja vel á þessum kafla. Fram refsaði okkur líka fyrir léleg skot. Svona vill maður ekki byrja bikarúrslitaleik og var ég mjög sáttur með að leikurinn var jafn í hálfleik.“ Valur hefur verið í svakalegu leikjaálagi frá því tímabilið hófst. Frá 31. ágúst hefur Valur spilað tíu leiki í fjórum mismunandi keppnum. „Þetta hefur fyrst og fremst verið mjög skemmtilegt. Þetta var níundi allt eða ekkert leikurinn okkar. Í upphafi tímabils litum við á þetta sem forréttindi að spila fullt af úrslitaleikjum, það eru eflaust einhver lið sem spila ekki svona marga úrslitaleiki á heilu tímabili.“ Eftir að hafa leikið marga úrslitaleiki á stuttum tíma verður verk fyrir Snorra Stein að koma sínum mönnum upp á tærnar þegar Olís deildin tekur við. „Við sjáum bara til hvort það verði erfitt að koma mönnum upp á tærnar fyrir deildina. Ég ætla fá að njóta þess að vera bikarmeistari núna um helgina, ég vona að liðið geri það líka, þeir eiga það skilið,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Valur Íslenski handboltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira